fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Óánægja innan Viðreisnar vegna Braggamálsins – Telja flokkinn vera að svara fyrir klúður annarra

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkurrar óánægju gætir í baklandi Viðreisnar vegna braggamálsins margumrædda sem og málefna Orkuveitu Reykjavíkur. Telja sumir flokksmanna óskiljanlegt að flokkurinn sé að svara fyrir klúður annarra þar sem hann hafi ekki átt nokkurn hlut að þessum málum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Töluvert hefur mætt á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs og oddvita Viðreisnar, vegna málanna. Sömu sögu er að segja af Dóru BJört Guðjónsdóttur, forseta borgarstjórnar og oddvita Pírata. Þær hafa þurft að svara fyrir málin fyrir hönd meirihlutans en Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, er í veikindaleyfi.

Viðreisn fór í samstarf við síðasta borgarstjórnarmeirihluta að kosningum loknum í vor en í honum voru Samfylkingin, Vinstri græn og Píratar.

Fréttablaðið segir að innan flokksins hafi sú skoðun verið viðruð að flokkurinn eigi ekki að þurfa að svara fyrir illa unnin verk annarra, í þessu tilviki síðasta meirihluta. Flokkurinn hafi ekki komið að þessum málum og eigi því ekki að taka skellinn vegna þeirra.

Fréttablaðið hefur eftir Þórdísi Lóu að margar skoðanir séu ríkjandi innan flokksins og þar sé ekki ein ríkisskoðun sem öllu ráði. Það sé eðlilegt að fólk spyrji spurninga. Viðreisn hafi alltaf sagt að Braggamálið sé alvarlegt.

”Við höfum ekki afsakað eitt né neitt heldur ítrekað að við teljum þetta alvarlegt. Eitt af stefnumálum Viðreisnar er að sýna gagnsæja og agaða fjármálastjórn. Þegar við fréttum af málinu fórum við fyrst fram á skoðun á því og nú síðast heildarskoðun þannig að ekkert verði skilið eftir. Vinnubrögð okkar eru að fá allt upp á borðið og taka síðan yfirvegaða og upplýsta ákvörðun.“

Hefur Fréttablaðið eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins