fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Kaninn tekur völdin

Egill Helgason
Laugardaginn 13. október 2018 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern tímann var því haldið fram í heitum umræðum að aðild að Evrópusambandinu yrði ógnun við íslenska menningu. Hún myndi fletja allt út, við yrðum öll eins hvar sem er í álfunni. Þetta stenst ekki skoðun. Evrópusambandið hefur þvert á móti lagt áherslu á að ýta undir menningu smárra mál- og menningarsvæða. Sums staðar hefur þetta meira að segja orðið til vandræða fyrir stóru ríkin í álfunni – gleggsta dæmið er uppgangur katalónskrar tungu og menningar.

Nei, ógnin við íslenska menningu og tungumál kemur úr allt annarri átt. Það er kannski ekki furða að við höfum ekki getað brugðist sérlega hratt við – svo er framrás net- og tölvutækninnar hröð. En þetta kemur mestanpart frá Bandaríkjunum. Gamli Kaninn – sjónvarpið sem sendi út frá Keflavík og var lokað á sínum tíma vegna þess að það þótti ekki menningarlega verjandi að erlent ríki sendi út sjónvarp yfir hálft Ísland – hefur risið upp á nýjan leik og nú nánast alltumlykjandi.

Í dag heitir þetta Netflix – það er samheitið yfir það. Sífellt stærri hluti menningarneyslu Íslendinga fer fram í gegnum þessar veitur. Hlutfallið hækkar með hverjum mánuðinum sem líður. Íslendingar hafa nákvæmlega ekkert um það að segja hvað er boðið upp á þarna. Ég sá í dag viðtal við íslenskan kvikmyndagerðarmann sem hrósaði happi að hafa fengið að koma með eina mynd þangað inn. Allir fjölmiðlar á Íslandi eiga í vök að verjast gagnvart þessu, já, og öll menningarmiðlun sem hér er stunduð.

Þetta er nánast allt á ensku. Það eru ekki íslenskir textar nema að mjög litlu leyti. Sif Sigmarsdóttir skrifar athyglisverða grein í Fréttablaðið í dag um að hún finni hreinlega ekki íslenskt efni til að láta börnin sín horfa á. Í pistlinum gæti reyndar þess misskilnings að ekki sé framleitt efni fyrir börn á Íslandi. KrakkaRúv er mjög býsna öflugt. En vandinn er sá að það vantar veitu þar sem íslenskt efni er aðgengilegt, þar sem því er skipulega raðað upp og þar sem það fær að vera tiltækt í um langt skeið.

Þegar runninn er upp sá tími að sagt er að börn og ungt fólk kunni ekki að nota línulega dagskrá í sjónvarpi er þetta mjög aðkallandi. Þar ætti að vera hægt að ná í íslenska þætti, kvikmyndir, barnaefni – langt aftur í tímann. Netflix eða hinar amerísku veiturnar munu ekki gera þetta fyrir okkur. Þær halda áfram að dæla yfir okkur Kananum. Hinar veikburða efnisveitur Vodafone og Símans munu ekki sinna þessu hlutverki. Samkeppnisstaða íslenska efnisins veikist stöðugt – og um leið íslenskrar tungu og menningar.

Sif segir í grein sinni að hún hafi ennþá verið að nota DVD-spilara til að börnin hennar gætu horft á íslenskt efni:

Sama dag og DVD-spilarinn minn gaf upp öndina voru kynntar á Skólamálaþingi Kennarasambands Íslands fyrstu niðurstöður viðamikillar rannsóknar fræðimanna við Háskóla Íslands á stöðu og framtíð íslenskunnar á tímum stafrænna samskipta og snjalltækja. Meðal þess sem rannsóknin leiddi í ljós er að enska í mál­um­hverfi ís­lenskra barna er meiri og á fleiri sviðum en nokkru sinni fyrr og stór hluti 3-5 ára barna horfir á enskt efni á Netflix eða YouTube tvisvar í viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“