fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Borgarstjóri getur ekki sagt: Ekki bendá mig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 08:31

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Braggamálið margumrædda er umfjöllunarefni í pistli Kristínar Þorsteinsdóttur, útgefanda Fréttablaðsins í blaðinu í dag. Þar segir hún að fólki blöskri að farið sé með skattfé af slíkri vanvirðingu og að málið sé birtingarmynd stærri vanda.

„Allir vita að ástandsskoðun á ekki að kosta 30 milljónir og allir sjá fáránleikann í því að flytja inn plöntur sem eru á hverju strái hérlendis. Fólk sér að borgin er komin langt út fyrir hlutverk sitt með að standa í framkvæmdum af þessu tagi.“

Segir Kristín og bendir á að áætlanir borgarinnar séu sí og æ að engu hafðar og nefnir þar Braggann og Mathöllina við Hlemm sem nýleg dæmi:

„Í því fyrra nemur kostnaður hingað til tæplega hálfum milljarði króna. Verkinu er ekki lokið. Í báðum tilvikum er kostnaður um þreföld upphafleg áætlun. Dæmi um óráðsíu eru vafalaust fleiri. Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið.“

Segir Kristín og bendir á að í Reykjavík sé innheimt hæsta lögleyfða útsvar. Orkuveitan, sem er í eigu borgarinnar, hafi ekki lækkað gjaldskrá sína eftir þær miklu hækkanir sem var skellt á almenning í kjölfar hrunsins og voru sagðar vera tímabundnar neyðarráðstafanir. Nú sé boðað að Orkuveitan greiði 14 milljarða í arð til borgarinnar á næstu árum. Borgaryfirvöldum dugi ekki hið hefðbundna útsvar heldur fari þau í vasa útsvarsgreiðenda í gegnum heimilisreikningana. Síðan víkur Kristín að skuldum borgarsjóðs og segir að borgaryfirvöld hafi ekki búið í haginn fyrir mögru árin:

„Einnig má halda því til haga að undanfarin ár hefur ríkt fordæmalaust góðæri á Íslandi. Blikur eru á lofti í efnahagsmálum. Borgaryfirvöld hafa hins vegar látið hjá líða að búa í haginn fyrir mögru árin. Skuldir borgarsjóðs jukust um 45% á síðasta kjörtímabili. Bragginn virðist ekki vera undantekning heldur hluti af stærri mynd – sem sýnir svart á hvítu að fjármálastjórn hjá Reykjavíkurborg er stórlega ábótavant.“

Reynt að þagga Braggamálið í hel

Kristín segir í pistlinum að meirihlutinn í borgarstjórn hafi lengst af reynt að þegja Braggamálið í hel. Það hafi verið gert þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans hafi á mörgum stigum málsins leitað skýringa á óhóflegum kostnaði og bendir hún þar á grein eftir Örn Þórðarson, borgarfulltrúa, í Fréttablaðinu fyrr í vikunni. Einnig hefur Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, haft uppi harða gagnrýni á málið og segir að borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, beri ábyrgð á því sem framkvæmdastjóri borgarinnar og eigi að víkja úr embætti.

„Í því ljósi eru stöðuuppfærslur borgarstjóra og kollega hans undanfarna daga, þar sem þau koma af fjöllum og boða að málið verði rannsakað, aumkunarverðar. Ekki var heldur stórmannlegt að senda fulltrúa samstarfsflokksins í sjónvarpssal til að svara fyrir málið. Pínlegt var að sjá hana engjast á önglinum, enda varla nokkur maður sem telur flokk sem nýkominn er í meirihluta bera ábyrgð á málinu. Braggamálið er eldra en svo og vísbendingar um fjárhagslega óstjórn sömuleiðis. Í venjulegu fyrirtæki yrði það ekki liðið að ítrekað væri keyrt margfalt fram úr áætlunum. Ef viðkomandi fyrirtæki lifði slíkt af myndu stjórnendur fá að taka pokann sinn. Borgarstjóri er framkvæmdastjóri borgarinnar og sá sem ber endanlega ábyrgð á rekstrinum. Hann hefur enga fjarvistarsönnun – getur ekki sagt: Ekki bendá mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“

Neita að skrifa undir skýrsluna: „Sorglegt að hlusta á villandi og rangan málflutning í ræðustóli Alþingis“
Eyjan
Í gær

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur

Hannes „styrkjasnillingur“ svarar „gamansögu“ Helga: Stendur uppi sem samningaglópur
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Í gær

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður

Ragnar Þór tekur við af Guðbrandi sem formaður
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir

Seðlabankastjóri veit ekki hvort útreikningarnir í Samherjamálinu séu réttir eða rangir
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“

Örn baunar á verkalýðshreyfinguna og Alþingismenn: „Synd að segja að hinar sveru gráður hafi aukið greind þeirra“