fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Vilhjálmur: Marklaust að biðja Geir afsökunar – Ber saman sakborninga í hrunmálum við nasista

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 10:34

Geir Haarde, Vilhjálmur Bjarnason og réttarhöldin yfir nasistum í Nurnberg. Samsett mynd/DV/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það marklaust af Alþingi að ætla að biðja Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, afsökunar á Landsdómsmálinu. Í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag segir Vilhjálmur það skorti á þakklæti í stjórnmálum og tekur hann sjálfan sig sem dæmi. Þá líkir hann einnig sakborningum í dómsmálum eftir hrun við nasista.

Hann segir að nýir flokkar á þingi stundi það að bera sakir á fólk án þess að það geti borið af sér sakir og segir hann að „kunn þingkona“ hafi í tvígang „drullað“ yfir sig vegna gagnrýni hans á sölu Búnaðarbankans, í annað skiptið var það í anddyri Útvarpshússins. Talar Vilhjálmur einnig um skort á þakklæti í stjórnmálum og tekur hann sjálfan sig sem dæmi:

„ Þannig vann sá er þetta rit­ar ágæt­an sig­ur í próf­kjöri í sín­um Flokki, með því að fara eft­ir þeim regl­um sem Flokk­ur­inn hafði sett. Síðan var hon­um rennt niður list­ann um eitt sæti, eins og hverj­um öðrum mann­leg­um óþverra, án þess að nokk­ur segði við hann auka­tekið takk, fyr­ir að halda frið.“

Varðandi þingsályktunartillöguna um að þingið skuldi Geir afsökunarbeiðni segir Vilhjálmur það hafa verið rangt að draga hann fyrir Landsdóm en slík afsökunarbeiðni sé marklaus þar sem ekki sé hægt að biðjast afsökunar fyrir hönd annarra, þar sem þingmenn sem bera fram tillöguna sátu ekki á þingi þegar Geir var ákærður:

„Þeir sem enn sitja á Alþingi og greiddu at­kvæði með máls­höfðun á hend­ur Geir H. Haar­de geta viður­kennt ill­virki sitt og beðið um fyr­ir­gefn­ingu. Þeir sem ekki sitja leng­ur á Alþingi geta einnig viður­kennt ill­virki sitt og beðið um fyr­ir­gefn­ingu.“

Þriðja ríkið dregið fram

Segir Vilhjálmur að það að bera af sér sakir eigi heima hjá dómstólum. „Ef Íslend­ing­ar og Bret­ar vilja gera upp sín mál verður það ekki gert með af­sök­un eða fyr­ir­gefn­ingu. Ekki hafa banka­stjór­ar Lands­bank­ans eða eig­end­ur hans beðið Breta fyr­ir­gefn­ing­ar á að ræna spari­fé þeirra með Ices­a­ve.“

Vilhjálmur segir svo að enginn sem komið hafi að hruninu 2008 hafi beðist fyrirgefningar og ber hann saman sakborninga í dómsmálum eftir hrun við nasistana sem voru dregnir fyrir dóm í Nurnberg og víðar:

„Það er sam­merkt með þeim er mis­gjörðu við þessa þjóð í hild­ar­leik fyr­ir tíu árum að þeim hef­ur ekki til hug­ar komið að biðjast fyr­ir­gefn­ing­ar. All­ir sem hafa komið fyr­ir dóm­stóla vegna óhæfu­verka og óhæfu­verka sinna hafa lýst sig sak­lausa, rétt eins og all­ir þeir sem komu fyr­ir dóm vegna verka sinna fyr­ir „Þriðja ríkið“ í seinni heims­styrj­öld­inni. All­ir lýstu þeir sig sak­lausa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku