fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Þorsteinn um Brynjar: „Sjálfur er hann andandi, gangandi og ekki síst sítalandi dæmi um óskert tjáningarfrelsi gegn ríkjandi skoðunum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, hefur brugðist við orðum Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins frá því í dag, þar sem hann sagði að femínismi eyddi ekki bara allri kímnigáfu þjóðarinnar, heldur einnig tjáningarfrelsinu, með skírskotun í mál lektors í Háskólanum í Reykjavík sem rekinn var fyrir ummæli sín um konur.

Sjá nánar: Brynjar:„Femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu“

Ríkjandi hugmyndafræði

Þorsteinn segir:

„Nú er ég alveg ósammála sessunaut mínum á þingi (svo sem ekki í fyrsta sinn). Sjálfur er hann andandi, gangandi og ekki síst sítalandi dæmi um óskert tjáningarfrelsi gegn ríkjandi skoðunum á hinum ýmsu sviðum. Femínismi eða jafnrétti er einfaldlega orðin ríkjandi hugmyndafræði. Hugmyndafræði sem fleiri og fleiri aðhyllast sem betur fer. Það er líka mjög skiljanlegt. Það hefur nógu lengi verið troðið á réttindum kvenna og löngu tímabært að við gerum eitthvað í því. Og við eigum enn langt í land í þeim efnum.“

Þorsteinn segir einnig að þrátt fyrir að skoðanir geti skapað „storma“ á samfélagsmiðlum, eigi þær rétt á sér. Þær geti þó haft afleiðingar:

„Við höfum fullt frelsi til að tjá okkur að vild. Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkur og þann rétt verður að virða. Skoðanir okkar geta hins vegar alveg haft afleiðingar fyrir okkur. Tjáningarfrelsinu fylgir nefnilega að aðrir kunna að vera hjartanlega ósammála okkur, jafnvel telja okkur fábjána fyrir skoðanir okkar, og hafa fullt frelsi til að hafa þá skoðun og tjá sig að vild um hana. Skoðanir okkar geta skapað okkur óvild hjá þeim sem eru okkur hjartanlega ósammála. Jafnvel valdið stormum á samfélagsmiðlum. Stundum geta þær skapað okkur bótaskyldu og jafnvel starfsmissi. Við höfum samt sem áður fullan rétt til þeirra skoðana. En við verðum um leið að sætta okkur við að bera ábyrgð á þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku