fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Sólveig Anna og Viðar gagnrýnd á starfsmannafundi Eflingar: „Jahá! Plot thickens!“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 09:47

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir og Viðar Þorsteinsson, formaður og framkvæmdastjóri Eflingar-Stéttarfélags, voru harðlega gagnrýnd á starfsmannafundi í gær fyrir að hafa ekki svarað þeim gífuryrðum og árásum Gunnars Smára Egilssonar á hendur fjármálastjóra Eflingar, líkt og Eyjan og DV hafa fjallað um.

Morgunblaðið greinir frá þessu í dag og vísar í ónefndan starfsmann félagsins:

„Hver á fæt­ur öðrum lýsti óánægju sinni með þegj­anda­hátt tví­menn­ing­anna og frómt frá sagt var fátt um svör hjá Sól­veigu Önnu og Viðari Þor­steins­syni.“

Þá var fundið að þeim vinnubrögðum stjórnandanna, að hafa ekki getið þessarar óánægju í yfirlýsingu sinni „Vegna umfjöllunar í fjölmiðlum“ sem þau birtu eftir fundinn. Í henni kemur þó fram að þau beri traust til starfsfólksins.

Hinsvegar vildi Viðar Þorsteinsson ekki tjá sig um hvort hann bæri traust til fjármálastjórans, samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi.

 

Sjá einnigLögmaður Kristjönu:Tilefni til að stefna Gunnari Smára fyrir meiðyrði – Tilhæfulausar ásakanir og aðför að mannorði

Sjá einnig:Gjaldkeri Eflingar sendur í veikindaleyfi fyrir að neita að greiða eiginkonu Gunnars Smára háan reikning

Sjá einnig:Gunnar Smári svarar umfjöllun Moggans:„Ég er atvinnulaus og fæ hvergi vinnu, ekki einu íhlaupaverkefni“

Sjá einnig:Gunnar Smári sakar fjármálastjóra Eflingar um spillingu – Segir hana hafa beint viðskiptum til sambýlismanns síns

Sjá einnigGunnar Smári er fokillur út í Kristjönu – „Ég bið ekki að heilsa henni ef þið rekist á hana“

 

Loftið lævi blandið

Morgunblaðið segir í fréttaskýringu sinni að ekki sé allt með felldu og gefur í skyn að um óvinveitta yfirtöku á Eflingu sé að ræða. Er loftið sagt lævi blandið á skrifstofunni, hjá þessu næststærsta stéttarfélagi landsins, sem telji um 19.000 manns.

Segir Morgunblaðið að samkvæmt sínum upplýsingum stjórni þau Sólveig Anna og Viðar með harðri hendi og fólki sé hótað með áminningu í starfi „af minna en engu tilefni.“

Aðspurð um ástæður þess að fjármálastjórinn og bókarinn, tveir af reynslumestu starfsmönnum skrifstofunnar, væru komnir í ótímabundið veikindaleyfi, neitaði Sólveig Anna að svara efnislega og bar við trúnaði við starfsmenn, samkvæmt Morgunblaðinu.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ástæðan sú að fjármálastjórinn neitaði að greiða reikninginn frá eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokks Íslands og eins helsta stuðningsmanns Sólveigar Önnu, nema með samþykki stjórnarinnar fyrir reikningnum. Sá háttur ku hafa verið byggður á áratuga hefðum, sem aldrei hafi verið vefengdur fyrr en nú, samkvæmt Morgunblaðinu.

Hallarbyltingin

Morgunblaðið fjallar einnig um „hallarbyltinguna“ í vor þegar Sólveig Anna var kosin formaður:

„Sól­veig Anna kom svo til fund­ar á skrif­stofu Efl­ing­ar, vopnuð hægri hönd sinni, Viðari Þor­steins­syni, og kynnti hann til sög­unn­ar á fund­in­um sem sinn næ­stráðanda og rak þannig skrif­stofu­stjór­ann, Þráin Hall­gríms­son, nán­ast í beinni út­send­ingu og án þess að eiga orðastað við hann um þessa fyr­ir­ætl­an sína. Áður höfðu Sól­veig Anna og Viðar losað sig við hag­fræðing fé­lags­ins, Hörpu Ólafs­dótt­ur. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins mun tví­eykið, Sól­veig Anna og Viðar, hafa gefið það út að ekki yrði um frek­ari hreins­an­ir á skrif­stofu Efl­ing­ar að ræða, af þeirra hálfu.“

Babb í bátinn

Samkvæmt Morgunblaðinu mun afgreiðsla fjármálastjórans á reikningi eiginkonu Gunnars Smára hafa komið við kaunin á Sólveigu og Viðari, sem hafi hlaupið kapp í kinn og viljað leiðrétta hver tæki ákvarðanir um fjármál, eða annað.

Og þegar bókari til 15 ára tók afstöðu með fjármálastjóranum, hafi viðkomandi fallið í ónáð hjá Sólveigu og Viðari.

Aðspurð af Morgunblaðinu um þessa lýsingu atburða og hvort hún gæti staðfest þá lýsingu, sagði Sólveig Anna:

„Jahá! Plot thickens! Ég skal segja þér það í full­um trúnaði, að þarna er ekki rétt farið með, en að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um þetta mál.“

Sólveig Anna neitaði að tjá sig við Morgunblaðið þegar hún var spurð út í það hvort hún ætlaði að viðhalda þeirri hefð sem ríkt hefði frá tíð Guðmundar Jaka, að hvorki formenn né æðstu starfsmenn félagsins væru prókúruhafar þess, því meginreglan væri að sú að aðskilja bæri ákvörðunarvaldið frá reikningshaldinu og útgáfu peningalegrar ábyrgðar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku