fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Gunnar Smári segir Breka Karlsson vera „óska frambjóðanda“ hægri manna: „Þetta er svo fyndið að ég get ekki hætt að vekja athygli á því“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breki Karlsson

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, er einn þeirra sem hefur gefið kost á sér til formanns Neytendasamtakanna. Kosið verður um formann á þingi Neytendasamtakanna þann 27. október næstkomandi.

Aðrir frambjóðendur eru: Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Guðjón Sigurbjartsson, Jakob S. Jónsson og Unnur Rán Reynisdóttir.

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands,  finnur að skorti á gagnrýni frá Breka í garð fyrirtækja:

„Breki hefur rekið Stofnun um fjármálalæsi, sem styrkt er af Arionbanka og starfað með Samtökum fjármálafyrirtækja að ýmsum verkefnum. Ég ætla ekki að vera of hæðinn; en markmið Stofnunar um fjármálalæsi virðist vera að aðlaga neytendur að þeim sjúka fjármálamarkaði sem orðið hefur til við fjármálavæðingu samfélagsins á undanförnum áratugum. Í áherslum hans er hvergi minnst á okur fyrirtækja né veikari neytendarétt hérlendis en í næstu nágrannalöndum. Hans markmið virðist vera að stunda fræðslu meðal barna og ungmenna, svo þau sætti sig betur við stöðu sína sem neytendur á markaði þar sem fyrirtækin setja reglurnar, velja dómarann og eiga boltann.“

Í athugasemdakerfi Facebook bætir Gunnar Smári við gagnrýni á Breka fyrir afstöðu hans til formannsembættisins, sem Breki segir að eigi ekki að vera tengt stjórnmálaflokki:

„Þetta er svo fyndið að ég get ekki hætt að vekja athygli á því. Breki skrifar langan kafla um nauðsyn þess að formaður Neytendasamtakanna tengist ekki pólitískum flokki (Ásta Lóa er í Framsókn, Guðjón er Pírati og Jakob í VG en Rán er utan flokkar) -/- En hann nefnir ekki að formaður Neytendasamtakanna ætti að vera tengdur hagsmunasamtökum fyrirtækja, t.d. Samtökum fjármálafyrirtækja, samtök verst þokkuðu fyrirtækja landsins (kannski að útgerðinni slepptri)! Breki er eini starfsmaður Stofnunar um fjármálalæsi. Frændi hans, Pétur Blöndal, er formaður. Pétur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins