fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Dómsmálaráðherra á ráðherrafundi í Danmörku um málefni innflytjenda og flóttamanna

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, sótti ráðherrafund NSHF (Norrænt samstarf í útlendingamálum) á dögunum en hann var haldinn í Danmörku að þessu sinni. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála í Danmörku, tók á móti ráðherrum frá Íslandi, Noregi og Svíþjóð ásamt ráðuneytisstjóra frá Finnlandi, samkvæmt tilkynningu.

Á fundinum voru málefni umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttamanna og innflytjenda til umræðu. Danski ráðherrann kynnti sérstaka aðgerðaráætlun dönsku ríkisstjórnarinnar sem lýtur að aðgerðum í skipulags- og byggingarmálum svæða þar sem aðeins innflytjendur búa, breyttum skilyrðum fyrir því hverjir geti búið á svæðunum, aukinni löggæslu ásamt bættum aðstæðum fyrir börn og ungmenni og fleira. Þá bauð Støjberg til heimsóknar á eitt slíkt svæði í Vollsmose í Óðinsvéum.

Ráðherrarnir ræddu einnig sérstaklega um endursendingar og sjálfviljuga heimför þeirra sem sækja um alþjóðlega vernd. Reynsla og aðgerðir Íslands og Norðurlandanna hvað það varðar eru sambærilegar, til dæmis að hvetja til sjálfviljugrar heimfarar í stað brottvísunar þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið synjun.

Ráðherrarnir heimsóttu einnig Kærshovegård, miðstöð fyrir einstaklinga sem bíða brottflutnings, þar sem forstöðumaður miðstöðvarinnar kynnti starfsemina. Miðstöðin er fyrst og fremst ætluð einstaklingum sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og bíða flutnings ásamt þeim bíða brottvísunar af öðrum sökum eða eru í svokallaðri þolanlegri dvöl. Miðstöðin er með rými fyrir allt að 400 einstaklinga.

Til kynningar á fundinum voru einnig norrænar aðgerðir gegn skilríkjafölsunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Í gær

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur

Ólafur fékk skammir fyrir að kalla Dómkirkjuna „almenningsnáðhús“ – „Kirkjan opin öllum“ segir prestur
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn

Málefnaáherslur framboðs Íslands til setu í framkvæmdastjórn UNESCO kynntar í ríkisstjórn