fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Braggablúsinn uppfærður : „Ein í bragga, Vigga, gægist út um gluggann, bráðum sér hún borgarstjórann skunda hjá.“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 12. október 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Braggablúsinn hefur varla farið framhjá nokkrum manni sem les fréttir. Uppgerður braggi í Nauthólsvík hefur kostað Reykjavíkurborg 415 milljónir hingað til og enn er þónokkur vinna eftir.

Snemma í fréttaferlinu af málinu var farið að tala um braggablúsinn, með vísun í ódauðlegt lag Mannakorna, en lag og texti er eftir Magnús Eiríksson, einn dáðasta höfund þjóðarinnar.

Elín Esther Magnúsdóttir tók áskorun um að gera nýtt ljóð við hið landsfræga lag Magnúsar. Inniheldur það tilvísanir um braggamálið, svo úr verður kostulega háðsk og fyndin ádeila.

„Þessu var bara hent saman í flýti eftir að gömul bekkjarsystir mín skoraði á vini sína að gera nýjan texta við lagið. Ég hef enga pólitíska skoðun á málinu en tel þó augljóst að upphæðirnar séu langt út fyrir skynsemismörk,“

segir Elín hæværsk.

Margir hafa lýst ánægju sinni með framtakið, þar á meðal Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, sem sagði:

„Ég hló upphátt – held að Elín Esther verði næsta Reykjavíkurskáld!!!;-)“

Ljóðið er eftirfarandi og fer vel með lagi Magnúsar:

Ein í bragga, Vigga, gægist út um gluggann,

bráðum sér hún borgarstjórann skunda hjá.

Enn eitt klúðrið: púðrið, sem fór í gamla skúrinn

hefði gagnast leikskólunum líka hjá.

 

Í vetur, betur verður þar að dvelja

með dúnmelnum frá Danaveldi sem kostar aur.

En Vigga í sagga, situr ein í bragga

á ekki fyrir gólfefni er alveg staur.

 

Fyrst kom smiður, því miður, og reif allt saman niður

fékk svo fínan arkitekt sem þekkir Dag.

Út í bláinn, stráin, sem enginn vildi fáinn

kosta meir‘en kennari sem kann sitt fag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins