fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Vestræn ungmenni snarhætta að drekka en geðræn vandamál aukast

Egill Helgason
Fimmtudaginn 11. október 2018 22:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungt fólk, þúsaldarkynslóðin svokölluð, drekkur minna áfengi en fyrri kynslóðir. Samdrátturinn í neyslunni er svo mikill að áfengisframleiðendur hafa áhyggjur. Richard Goodwin skrifar um þessa þróun í Guardian og veltir fyrir sér orsökunum. En tölurnar tala sínu máli – þær eiga við um Bretland, þar sem áfengisneysla ungs fólks hefur löngum verið óhófleg, en sömu sögu er að segja annars staðar á Vesturlöndum. Líka á Íslandi.

Goodwin vísar í könnun um heilsufar á Bretlandi sem sýnir að árið 2015 bragðaði 1 af hverjum 3 einstaklingum á aldrinum 16 til 24 ára ekki áfengi. Árið 2005  var talan 1 af hverjum 5. Algjörum bindindismönnum fjölgaði úr 9 prósentum í 17 prósent. Skaðleg drykkja minnkaði. 28 prósent aðspurðra könnuðust við að hafa drukkið úr hófi fram árið 2015, tíu árum áður var talan 43 prósent.

Goodwin nefnir ýmsar skýringar. Fjölmenning er ein þeirra. Það eru komnar fram skemmtanir sem snúast ekki bara um að hella sig fullan Í fjölmenningarborginni London er hæst hlutfall þeirra sem ekki bragða áfengi. Samskiptamiðlar – það er orðin viss áhætta að drekka sig út úr og lenda á myndskeiði á Facebook eða Twitter. Áfengi er dýrt, en kannski skiptir meira máli að kostnaður ungs fólks við að mennta sig hefur hækkað mikið. Og samkeppnin um menntunina hefur aukist – mikil áfengisneysla er truflandi.

En helsta skýringin er útbreiðsla snjallsíma sem hefst árið 2007. Goodwin vitnar í rannsóknir sem sýna að þá fari áfengisneysla snöggt minnkandi, en líka reykingar, neysla kannabis og kynlíf unglinga. Snjallsímarnir leysa þetta allt af hólmi með einhverjum hætti. Þeir fullnægja með sínum hætti þörfinni fyrir að eiga samfélag – og þeir bæla líka niður uppreisnarkenndir sem er oft að finna meðal ungs fólks.

Snjallsímarnir hafa svo haft sínar afleiðingar. Ungt fólk lifir í öruggara umhverfi en áður, það tekur ekki eins mikla áhættu í hegðun sinni, en geðræn vandamál hafa aukist svo mikið að má tala um faraldur.

Þeir sem helst halda áfram að drekka eru miðaldra karlar, segir í greininni. Þeir virðast síst vera móttækilegir fyrir þessum breytingum í tíðarandanum. Kæra sig kollótta og erfitt að ná til þeirra með bindindisáróður.

(Myndin með greininni er eftir Þórarin Leifsson, fylgdi grein eftir hann sem birtist í Stundinni og nefndist Íslenskir unglingar eru hættir að sukka. Birt með leyfi höfundar.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins