fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Eyþór kallar eftir afsögn borgarstjóra vegna braggablússins: „Ljóst að stjórnandinn er ekki í lagi“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 09:39

Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun. Þar var rætt um braggablúsinn og kallaði Eyþór eftir afsögn Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, aðspurður hvort hann teldi rétt að Dagur ætti að víkja:

„Í Svíþjóð fór ráðherra frá því hann hafði fengið Toblerone, en hafði ekki borgað fyrir það. Ég held að hann ætti að líta í eigin barm, þetta er maður sem hefur verið lengi í þessu starfi. Stundum verða menn svolítið værukærir og heimakærir og telja sig hafa valdið. Og 16 ár er langur tími. Ég tel að það væri eðlilegt,“

sagði Eyþór.

Hann sagði að Dagur, sem framkvæmdarstjóri borgarinnar, bæri fulla ábyrgð á braggamálinu:

„Það er vandræðalegt fyrir borgarstjóra að segjast ekki hafa vitað af þessu í byrjun, eins og hann kæmi af fjöllum. Borgarstjóri situr borgarráðsfundi  og hefur fengið fundargerðir, ég er nú með hérna bunka af fundargerðum frá innkauparáði, síðan fyrir meira en ári síðan, þar sem beðið er um upplýsingar, en þeim var ekki svarað. Þetta eru allt aðvörunarbjöllur, því þetta eru skjalfestar fundargerðir, sem fara inn í borgarráð til staðfestingar. Þannig að annaðhvort hefur borgarstjóri bara ekki lesið fundargerðirnar sem hann staðfesti, bæði sem borgarfulltrúi og framkvæmdastjóri sveitarfélagsins, eða þá að það er eitthvað annað í gangi, einhver afneitun.“

Létu greipar sópa

Aðspurður hvort um beina spillingu væri að ræða, hvort einhver væri að maka krókinn, sagði Eyþór:

„Það er alveg klárt að einhverjir fara vel úr þessu verki. Einhverjir sem hafa fengið vel greitt. Menn létu greipar sópa í bragganum. Menn eru að taka tugi milljóna fyrir ástandsskoðun, það er ekki í lagi. Og bara það að setja niður stráin kostaði 400.000.“

Stjórnandinn ekki í lagi – Á skjön við lög og reglur

Eyþór vildi ekki svara því beint hver það væri sem samþykkt hefði reikninga braggans, en benti á ábyrgð borgarstjóra:

„En það virðist vera að það hafi verið brotin bæði útboðslög og reglur, það á að bjóða út þjónustu sem eru 14 milljónir og yfir og verkkaup sem eru rúmlega 20 milljónir. Það hefur ekki verið gert. Ábyrgðin er náttúrulega  hjá framkvæmdarstjóranum. Það er enginn annar, hann getur ekki bent á aðra menn. Hann leggur fram tillögu um verkið, hann skrifar undir samninginn og hann fær fundargerðir,“

sagði Eyþór sem segir að bjöllur hefðu átt að hringja:

„Aðalatriðið er að það var varað við þessu í meira en eitt ár, skriflega, formlega og ekkert gerðist. Og þegar það er skriflegt og staðfest að borgarstjóri var varaður við og hann og hans kollegar spurðir og ekkert gerist, er það ljóst að stjórnandinn er ekki í lagi.“

Treystir ekki innri endurskoðun

Eyþór virðist ekki treysta innri endurskoðun til að rannsaka málið, líkt og meirihlutinn hefur lagt til:

„Þetta er starfsemi undir sama þaki. Þó það sé hliðarskrifstofa, þá er þetta samt sem áður eins og þú segir, heyrir undir borgarráð og borgarráð er pólitísk stofnun,“

sagði Eyþór sem vildi að utanaðkomandi aðili kæmi einnig að rannsókninni þar sem innri endurskoðun væri störfum hlaðin vegna OR málsins.

Samstarfsflokkar bera ábyrgð

Eyþór kallaði eftir því að meirihlutaflokkarnir litu í eigin barm:

„Píratar og Viðreisn eru ábyrgir fyrir þessum borgarstjóra. Og það er spurning til þeirra hvort þeir ætli að bakka þetta upp áfram.“

Aðspurður hvort meirihlutinn gæti sprungið vegna braggamálsins, svaraði Eyþór:

„Mér finnst að þeir sem standa að þessum meirihluta ættu að endurskoða sitt mat á grundvelli þess, þau eru búin að segja það líka, Píratar og Viðreisn, að þetta hafi komið þeim á óvart.“

Eyþór bætti við að flestir borgarfulltrúar væru nýir og hefðu því ekki gert sér grein fyrir þeirri óstjórn sem hefði verið við lýði, þrátt fyrir aðvörunarorð hans í aðdraganda kosninga.

„En þetta er of mikið að til að það geti verið tilviljun.Framkvæmdarstjórinn ber ábyrgð.“

Eyþór gagnrýndi óstjórnina í borginni og sagði allt hafa klikkað, bæði framkvæmdina og eftirlitið. Þá undraðist hann íhlutun Reykjavíkurborgar í bragganum:

„Svo er þetta verkefni sem er ekkert á höndum borgarinnar. Af hverju er borgin að fara að gera upp bragga fyrir kaffihús? Þetta er ekki leikskóli eða grunnskóli.“

 

Sjá einnigÞessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttavarin og keypt frá Danmörku

Sjá einnigBraggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Sjá einnigBraggablús borgarinnar:Náðhúsið kostaði 46 milljónir – „Hér hafa verið gerð stór mistök“

Sjá einnigVigdís tók myndir inn um gluggann á „klósettinu“ í Nauthólsvík:„Ég er þrumu lostin yfir þessu ástandi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn