fbpx
Miðvikudagur 20.mars 2019
Eyjan

Aldís fær 1,5 milljón í miskabætur

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 11. október 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldísi Hilmarsdóttur, fyrrum yfirmanni fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í dag dæmdar 1,5 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna tilfærslu í starfi og eineltis af hálfu lögreglustjóra. Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag, en Héraðsdómur hafði áður sýknað ríkið af kröfum Aldísar.

Aldís var færð í starfi af Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Aldís hélt því fram að um dulbúna og fyrirvaralausa brottvikningu úr starfi og sakaði Sigríði um einelti í sinn garð. Krafðist Aldís 2,3 milljóna í bætur ásamt ógildingu á ákvörðuninni. Þeirri kröfu var vísað frá af Hæstarétti.

Íslenska ríkið þarf einnig að greiða málskostnað Aldísar, alls 2,5 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“

Bjarni segir viðbrögðin vera „óþarfa upphlaup“ úr öllu samhengi: „Lítill hausverkur við hliðina á hinu“
Eyjan
Í gær

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“