fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Umfjöllun Kveiks kemur við kaunin á Landssamtökum lífeyrissjóða: „Slíkur samanburður gefur afar ranga mynd“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 14:15

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður og Þórey S. Þórðardótt­ir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamtök lífeyrissjóða gagnrýna umfjöllun fréttaskýringarþáttarins Kveiks í gær, þar sem fjallað var um lífeyrissjóð í Nevada í Bandaríkjunum, sem er svipaður að stærð og allt lífeyrissjóðakerfið á Íslandi til samans. Þar var þó aðeins einn starfsmaður, með rúma milljón á mánuði. Það er töluvert minni kostnaður og umstang en yfirbygging lífeyrissjóðakerfisins hér á landi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, nefndi töluna 800 milljónir sem rekstrarkostnað yfirbyggingar íslenska lífeyrissjóðakerfisins á árunum 2014-16, í Kastljósi í fyrra.

Landssamtökin gagnrýna þó samanburðinn:

„Á RÚV í gær (9. október) voru fjárfestingargjöld þess erlenda sjóðs sem um ræðir borin saman við heildarrekstrarkostnað íslenska lífeyrissjóðakerfisins. Slíkur samanburður gefur afar ranga mynd. Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er í samanburði við rekstrarkostnað annarra sambærilegra lífeyrissjóða erlendis með því lægsta sem þekkist og ávöxtun til langs tíma hefur einnig verið góð hjá flestum íslenskum lífeyrissjóðum. Óháðir erlendir greiningaraðilar og alþjóðastofnanir nefna enda lífeyrissjóðakerfi Íslendinga sem eina helstu ástæðu þess að áframhaldandi hagsældar sé að vænta á Íslandi.

Við megum hins vegar ekki sofna á verðinum og draga verður fullan lærdóm af reynslu síðustu ára. Lífeyrissjóðirnir hafa í auknum mæli verið að bregðast við þeirri gagnrýni sem að þeim hefur verið beint. Þeir hafa t.a.m. beitt sér oftar gagnvart ýmsum stórfyrirtækjum hér á landi og sett fram auknar kröfur um aðhald og gegnsæi. Þá hafa sjóðirnir einnig haft forystu um lækkun vaxta á húsnæðislánum með beinum lánveitingum til sjóðsfélaga.“

Þá segja Landssamtökin að skiptar skoðanir séu um þátttöku lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu en vissulega sé þörf sé á hagræðingu:

„Það eru alls ekki allir sammála um hversu mikið sjóðirnir eigi að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Þær raddir hafa heyrst að sjóðirnir ættu að fjárfesta eingöngu erlendis en á sama tíma vilja sumir að sjóðirnir komi beint að uppbyggingu húsnæðis fyrir aldraða og tekjulága. Aðrir nefna nýsköpun og vilja sjá sjóðina virkari í fjárfestingum þar. Þetta er aðeins hluti þeirra sjónarmiða sem fram hafa komið í umræðunni um lífeyrissjóðakerfið að undanförnu.

Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur lýst því að þörf sé á frekari hagræðingu í íslenska lífeyrissjóðakerfinu. Á stefnumótunarfundi landssamtakanna fyrir skemmstu voru viðraðar hugmyndir um enn frekari sameiningar lífeyrissjóða og virk umræða er nú á milli nokkurra sjóða um slíkt. Þá hafa fréttir birst af því að margir lífeyrissjóðir séu nú byrjaðir að flytja fjármagn í stórauknum mæli til ávöxtunar erlendis. Það er nauðsynlegt en það gleymist stundum að íslenskir lífeyrissjóðir sátu fastir í tæpan áratug innan lögboðinna gjaldeyrishafta og gátu á þeim tíma lítið fjárfest nema innanlands. Aukin áhættudreifing er því sannarlega í brennidepli ásamt áðurnefndum hugmyndum um frekari fækkun og sameiningu sjóða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins