fbpx
Laugardagur 23.mars 2019
Eyjan

Grasrótin kallar Pírata á teppið útaf braggablúsnum: „Við erum aðhaldsafl gegn spillingu, fúski og óvönduðum vinnubrögðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 10:28

Dóra Björt Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grasrót Pírata hefur boðað borgarstjórnarflokk Pírata á félagsfund vegna framúrkeyrslu hjá Reykjavíkurborg í braggamálinu. Fundurinn verður haldinn í félagshúsnæði Pírata, laugardaginn 13. október frá klukkan 13:00 til 15:00.

Í tilkynningu frá grasrót Pírata segir að Píratar vilji standa undir loforði sínu um aðhald gegn spillingu:

„Lög Pírata heimila grasrót flokksins að fara fram á fund með kjörnum fulltrúum. Mikilvægt er að komast til botns í þessu máli. Borgarstjórnarfulltrúar flokksins verða á fundinum að ósk grasrótar. Dagskrá fundarins er framúrkeyrsla hjá Reykjavíkurborg við endurbætur á gömlum bragga, náðhúsi og skála við Nauthólsveg 100. Upphafleg kostnaðaráætlun vegna verksins hljóðaði upp á 158 milljónir en framkvæmt hefur verið fyrir 406 milljónir áður en verkið var stöðvað. Píratar eru aðhaldsafl gegn spillingu bæði í meirihluta og minnihluta. Fundurinn er liður í vilja flokksins til að standa undir því loforði.“

Enginn feluleikur

Í samtali við Eyjuna í gær sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og forseti borgarstjórnar, að hún muni persónulega berjast gegn spillingu, fúski og óvönduðum vinnubrögðum:

„Ég get, fyrir hönd Pírata, lofað því að við erum að komast til botns í þessu máli. Þessi tillaga er skref í átt að því að upplýsa málið, sýnir að okkur er alvara og að það verður enginn feluleikur í kringum hvað fór úrskeiðis.“

Á fimmtudag verður lögð fyrir borgarráð tillaga Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og VG vegna Braggamálsins sem er svohljóðandi:

„Borgarráð samþykkir að fela Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á öllu því ferli sem endurgerð braggans fól í sér. Enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda. Einnig er óskað eftir því að Innri endurskoðun Reykjavíkur geri tillögur að umbótum í tengslum við það sem aflaga hefur farið og í bága við vandaða stjórnsýsluhætti.“

Dóra sagði að þessi tillaga meirihlutans gengi enn lengra en tillaga Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins um rannsókn á málinu:

„Við erum aðhaldsafl gegn spillingu, fúski og óvönduðum vinnubrögðum í meirihluta alveg eins og í minnihluta. Við ætlum að sýna borgarbúum það í verki í þessu máli.“

Allir velkomnir á fundinn

„Borgarstjórnarflokkur Pírata hefur í kjölfar beiðni grasrótar farið fram á nánari kynningu á málinu en þegar hefur verið veitt. Því munum við fara í vettvangsskoðun á framkvæmdasvæðinu ásamt fulltrúa Skrifstofu Eigna- og atvinnuþróunar fimmtudaginn 11. október þar sem farið verður yfir verkið. Félagsfundir Pírata eru öllum opnir. Lög flokksins gera ráð fyrir virku aðhaldi og þátttöku grasrótar. Borgarfulltrúar hafa þegar boðað komu sína á fundinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 19 klukkutímum

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs

Silja Bára nýr formaður Jafnréttisráðs
Eyjan
Fyrir 21 klukkutímum

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air

Viðræður hafnar á nýjan leik á milli WOW air og Icelandair – Öll sund að lokast hjá WOW air
Eyjan
Í gær

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“

Bændur forviða á sýklalyfjaónæmi í íslensku sauðfé:  „Eitthvað sem maður gerði ekki ráð fyrir“
Eyjan
Í gær

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun

Vill að hæstu laun verði aldrei hærri en þreföld lágmarkslaun
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum

Hin fallvalta gæfa í verslunarrekstri á Laugaveginum – tilraun til að sjá deiluna um umferðarmálin frá báðum hliðum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda

Prentmet kaupir prentsmiðjuna Odda