fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Borgarstjóri um braggablúsinn: „Alvarlegt dæmi um framkvæmd sem fer langt fram úr áætlun“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 09:43

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir í vikulegu fréttabréfi sínu, að braggamálið kalli augljóslega á skýringar. Mun meirihlutinn leggja fram tillögu á morgun til að komast til botns í málinu:

„Í borgarráði á morgun er margt á dagskrá en einna hæst ber tillögu meirihlutans um málefni braggans í Nauthólsvík. Endurgerð húsanna og braggans í Nauthólsvík er alvarlegt dæmi um framkvæmd sem fer langt fram úr áætlun. Fregnir af einstaka reikningum og verkþáttum undanfarna daga kalla augljóslega á skýringar og undirstrika mikilvægi þess að málið er komið í hendur innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Til að undirstrika alvöru málsins leggur meirihlutinn í borgarstjórn fram tillögu til samþykktar í borgarráði á morgun til að árétta að enginn angi málsins skal vera undanskilinn og allt skal upplýst í þessu máli frá upphafi til enda.“

Dagur skýrir ekki út hvers vegna tillagan er lögð fram fyrst núna, þar sem lengi hefur legið fyrir að kostnaður vegna braggans fór langt fram úr áætlunum.

Í gær greindi DV frá því að sérinnflutt, höfundaréttarvarinn strá frá Danmörku hefðu verið gróðursett fyrir utan braggann. Kostuðu þau 757 þúsund krónur.

 

Sjá nánar: Þessi strá fyrir utan braggann kostuðu 757 þúsund krónur – Höfundaréttavarin og keypt frá Danmörku

Sjá einnig: Braggablúsinn kominn í 415 milljónir -Endanlegur kostnaður liggur ekki fyrir

Sjá einnig: Braggablús borgarinnar:Náðhúsið kostaði 46 milljónir – „Hér hafa verið gerð stór mistök“

Sjá einnig: Vigdís tók myndir inn um gluggann á „klósettinu“ í Nauthólsvík:„Ég er þrumu lostin yfir þessu ástandi“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins