fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

594 verkefni hlutu styrki að fjárhæð tæpum 473 milljónum króna

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 10. október 2018 17:40

Mynd: Haraldur Hjálmarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál hefur sent frá sér greinargerð um framvindu samninga um sóknaráætlanir landshluta og ráðstöfun fjármuna ársins 2017. Þar kemur m.a. fram að á árinu var unnið að samtals 65 áhersluverkefnum í landshlutunum átta og að 594 verkefni hlutu styrki úr uppbyggingarsjóðum að fjárhæð tæpum 473 milljónum króna.

Samningar um sóknaráætlanir landshluta voru undirritaðir af ráðherra sjávarútvegs og landbúnaðar, ráðherra mennta- og menningarmála og formönnum landshlutasamtaka sveitarfélaga í byrjun árs 2015 og gilda þeir til ársloka 2019. Markmið með sóknaráætlunarsamningum er að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningarlífs og auka samkeppnishæfni hvers landshluta og þar með landsins alls.

Með sóknaráætlunum er fé veitt til tveggja mismunandi þátta, áhersluverkefna, sem eru á ábyrgð landshlutasamtakanna og uppbyggingarsjóða sem eru samkeppnissjóðir og styrkja menningar- og nýsköpunar­verkefni, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlunum landshlutanna. Á þessu þriðja ári samninganna var unnið að samtals 65 áhersluverkefnum og nam framlag til þeirra tæpum 372 milljónum króna. Alls hlutu 594 verkefni styrki úr uppbyggingarsjóðunum, samtals að fjárhæð tæpum 473 milljónum króna.

Stýrihópur Stjórnarráðsins um byggðamál er skipaður fulltrúum frá öllum ráðuneytum og framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður er Hólmfríður Sveinsdóttir, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og verkefnisstjóri er Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun.

Sóknaráætlanir landshluta, greinargerð 2017, má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun