fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Verkamaður fékk ekki lágmarkslaun á heimili Ásmundar – „Yfirklór að benda á pabba sinn“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 20:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það vita það allir sem til þekkja að Ásmundur Einar er náttúrlega aðal driffjöðurin í þessum búrekstri öllum saman.“

Þetta segir Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins í samtali við Fréttablaðið um framgöngu Ásmundar Einars Daðasonar félags- og jafnréttismálaráðherra í Silfri Egils um helgina. Ásmundur hefur farið mikinn í kjölfar umfjöllun Kveiks um vinnuþrælkun á erlendu verkafólki. Ásmundur Einar hefur bæði tjáð sig í Silfrinu sem og skrifað grein í Fréttablaðið þar sem sagði:

„Meðal þess sem mér fannst sláandi í þættinum var hvað þeir aðilar sem hafa skýran ásetning um að brjóta á vinnandi fólki virðast beita til þess margvíslegum aðferðum […] Háttsemi af þeim toga sem þarna kom fram á ekki að líðast.“

Í kjölfar þessa hefur frétt DV frá árinu 2016 öðlast nýtt líf. Í þeirri frétt kom fram að íslenskur verkamaður sem sinnti bústörfum á stórbýlinu Þverholtum á Mýrum í Borgarbyggð þurfti að leita til Stéttarfélags Vesturlands til að fá greidd lágmarkslaun. Athugun félagsins leiddi í ljós að vinnuveitandi mannsins hafði ekki greitt honum dagvinnulaun samkvæmt kjarasamningi allt árið 2015. Kúabúið er í eigu Daða Einarssonar, bónda og föður Ásmundar Einars Daðasonar, þingflokksformanns Framsóknarflokksins.

Sjá nánar: Fékk ekki lágmarkslaun á heimili þingmanns

Þingmaðurinn og eiginkona hans, Sunna Birna Helgadóttir, áttu lögheimili á bænum þegar verkamaðurinn var þar í vinnu. Sunna var einnig prókúruhafi og stjórnarmaður Þverholtabúsins ehf. sem hélt utan um rekstur kúabúsins. Faðir Ásmundar vildi meina að um bókhaldsmistök hefði verið að ræða.

Stéttarfélagið kom til aðstoðar

Verkamaðurinn, sem var á þrítugsaldri leitaði til Stéttarfélags Vesturlands. Kom þá í ljós að hann hafði ekki greitt iðgjöld til stéttarfélagsins og við nánari athugun uppgötvaðist að mánaðarlaun hans voru lægri en hann átti rétt á samkvæmt kjarasamningi.

Ásmundur Einar staðfesti í samtali við blaðamann á þeim tíma að hann og eiginkona hans hefðu um tveggja ára tímabil leigt hús á Þverholtum á Mýrum. Þar hafi þau átt lögheimili en færðu lögheimilið fyrir sumarið 2016. Ásmundur vildi ekki svara því hvort hann kannaðist við mál verkamannsins og vísaði á föður sinn.

Vill að pabbi svari

Þegar Ásmundur var spurður í Silfrinu hvort þetta væri vont fyrir mann sem á að vera fremstur í flokki að leiða baráttuna gegn því að fólk sé hlunnfarið í störfum sínum, svaraði hann á þessa leið:

„Ég hef sagt um þetta mál að faðir minn verður að tjá sig um þetta mál.“

Vildi hann gera lítið úr tengslum sínum við búið þó svo að eiginkona hans hafi verið prókúruhafi og stjórnarformaður Þverholsbúsins og það væri eins og áður segir föður hans að svara spurningum blaðamanna.

Yfirklór af hans hálfu

Þegar Gunnar Bragi Sveinsson ræddi um þessi mál í samtali við Fréttablaðið gaf hann lítið fyrir svör Ásmundar og sagði:

„Það getur vel verið að pabbi hans sé skrifaður fyrir þessu en þetta er náttúrlega bara yfirklór af hans hálfu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku