fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Útgjöld Alþingis vegna Þingvallafundarins gætu aukist enn frekar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþingi auglýsir á heimasíðu sinni að það hyggist veita styrk til meistaraprófsritgerðar er varðar Alþingi. Styrkurinn nemur 400 þúsund krónum. Styrknum er ætlað að „stuðla að rannsóknum á hlutverki Alþingis í lýðræðisskipan Íslands, verkefnum þingsins og starfsemi þess almennt. Rannsóknin er ekki bundin við tilteknar fræðigreinar,“

segir í auglýsingunni.

Styrkurinn er veittur til einstaklinga sem vinna að lokaverkefni til meistaranáms, að lágmarki 30 ETCS einingar, við íslenska eða erlenda háskóla. Er hann greiddur út í tvennu lagi; Helmingur þegar rannsóknaráætlun verkefnisins hefur verið samþykkt af leiðbeinanda og lokagreiðslan þegar verkefninu hefur verið skilað.

Samkvæmt þessu má segja, að ef meistararitgerð sem fjallar um hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum þann 18. júlí, hlýtur styrkinn, muni útgjöld Alþingis vegna fundarins aukast um 400.000 krónur.

Í heildina kostaði Þingvallafundurinn tæpar 87 milljónir króna, en upphaflega var gert ráð fyrir 45 milljónum, þó viðbúið væri að kostnaðurinn gæti aukist „eitthvað“ eftir umfangi.

 

Áhugasömum ritgerðarskrifurum er bent á að umsóknarfrestur er til 29. október 2018. Umsókn skal send á netfangið heidrunp@althingi.is

Í umsókn um styrk skal eftirfarandi koma fram:

a. Nafn, heimilisfang og tölvupóstfang umsækjanda.

b. Lýsing á viðfangsefni rannsóknarinnar og á hvern hátt hún er fallin til að varpa ljósi á umfjöllunarefnið (200-500 orð).

c. Tímaáætlun um framvindu.

Umsókn skal fylgja ferilskrá umsækjanda og samþykki leiðbeinanda fyrir rannsókninni sem lokaverkefni.

Gert er ráð fyrir að Alþingi fái kynningu á niðurstöðum rannsóknarinnar auk prentaðs eintaks af henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af