fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Óttar: „Ég biðst afsökunar á að hafa ekki orðað þetta betur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 14:09

Óttar Yngvason lögmaður. Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Yngvason lögmaður biðst afsökunar á ummælum sínum í Kastljósi í gær. Það gerir hann í opnu bréfi til þáttastjórnanda Kastljóss. Ummælin hafa verið harðlega gagnrýnd og Óttar sakaður um rasisma. Líkt og Eyjan greindi frá í morgun eru ummælin eftirfarandi:

„Þetta eru örfáir menn sem eru þarna við störf. Og mest er það nú Pólverjar eða útlendingar.“

Einar Þorsteinsson fréttamaður skaut þá inn: „Þeir þurfa nú líka að vinna.“

„Já já. Þeir geta unnið líka víðar. Og þarna eiga þeir ekki nema bara bráðabirgðaheimili.“

Sjá einnig: Bæjarstjóri sakar Óttar um rasisma – Þetta sagði Óttar orðrétt í Kastljósi

Bréfið má lesa hér fyrir neðan:

„Til Ein­ars, stjórn­anda Kast­ljóss.

Vegna orða minna í Kast­ljósi í gær vill und­ir­ritaður taka fram, að þjóðerni þeirra sem vinna í lax­eldi er mál­efn­inu óviðkom­andi. Ég biðst af­sök­un­ar á að hafa ekki orðað þetta bet­ur.

Um leið er rétt að benda á, að starfs­manna­töl­ur sem ég nefndi áttu ein­ung­is við ný­byrjað lax­eldi í Pat­reks­firði. Aðrar starfs­manna­töl­ur sem fram komu áttu aug­ljós­lega við meint­an heild­ar­fjölda allra eld­is­fyr­ir­tækja á Vest­fjörðum.

Bestu kveðjur,

Óttar Yngva­son.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“