fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Össur um laxeldisævintýrið: „Ég átti fótum fjör að launa í annars konar brauðstrit“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 12:30

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, er einnig með doktorspróf í lífeðlisfræði með fiskeldi sem sérgrein. Umræðan um fiskeldi er nú í hámæli, eftir að ákvörðun Matvælastofnunar um rekstrarleyfi tveggja fyrirtækja fyrir laxeldisframleiðslu var afturkölluð af úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Eftir mikla reiðiöldu í kjölfarið og fundarhöld stjórnvalda, hyggst sjávarútvegsráðherra leggja til frumvarp um breytingar á lögum um fiskeldi, til að laga „annamarka“ þá sem eru í lögunum með vísun í afturköllun leyfanna, sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks á Vestfjörðum.

Össur rifjar upp sín afskipti af fiskeldi:

„Af geldlöxum og stórlöxum. Ég kom heim frá námi á síðustu öld og vann í kjölfarið stóran rannsóknarstyrk til að flytja hingað og þróa við íslenskar aðstæður aðferðir til að framleiða eldislax, sem aldrei varð kynþroska. Þá strax var uppi ótti við erfðamengun af völdum strokulaxa. Ókynþroska lax er hins vegar með öllu áhugalaus um do-do og spillir því engum erfðum. Ég var giska montinn þegar ég skilaði af mér og Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs sagði að þetta væri örugglega framtíð laxeldis á Íslandi. Öðru nær. Hvorki eldismenn og enn síður stangveiðifélögin sýndu þessu nokkurn áhuga. Ég átti fótum fjör að launa í annars konar brauðstrit. Það endaði með þeim ósköpum að þegar mamma heitin leit háöldruð yfir æviveginn sagði hún mæðulega við systur sínar. “Það fór ekki vel með Össa minn. Honum töpuðum við í pólitík.”

Í athugasemdarkerfinu er birt gömul DV frétt frá 2007, þar sem fjallað er um fiskeldistilraunir fyrri ára, sem þóttu mistakast herfilega. Þar eru ummæli frá Össuri, sem sat áður í stjórn Framkvæmdarsjóðs, sem lagði mikið fé í laxeldið:

„Ég kom víða við í þessu dæmi og endaði sem aðstoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar sem tryggði fiskeldið. Þetta var þannig að menn voru hvattir til þess að leggja út í fiskeldið. Stjórnmálamenn sögðu að þeir myndu sjá til þess að menn gætu komið undir sig fótunum í þessu. Svo kom í ljós að það var nánast ekki hægt að vera hér með fiskeldi í hafinu. Þá fóru menn að vera með þetta í steyptum tönkum í landi. Þetta voru gríðarmikil mistök.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“