fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Lagði fram frumvarp á Alþingi um skýstróka

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 9. október 2018 15:00

Karl Gauti Hjaltason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, lagði í dag fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands, nr. 55/1992, með síðari breytingum (skýstrókar).

Karl segir á Facebook að hann sé að bregðast við óvæntum náttúruhamförum í V-Skaftafellssýslu í ágúst:

„Lagði fram frumvarp um “skýstróka” í dag, til þess að bregðast við óvæntum náttúruhamförum í V-Skaftafellssýslu í ágúst, þar sem í ljós kom að Náttúruhamfaratrygging tryggir jarðskjálfta, eldgos, flóð og skriðuföll en ekki jafn óvænt náttúrufyrirbrigði og skýstrók.“

 Skýstrókar geta valdið eyðileggingu

Í greinargerð er lagt til að Náttúruhamfaratrygging Íslands skuli einnig vátryggja gegn tjóni vegna skýstróka, en í 4. gr. laganna er að finna tæmandi talningu á þeim náttúruhamförum sem Náttúruhamfaratrygging Íslands nær yfir. Tryggingin bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða, en hvergi er minnst á skýstróka.

Í greinargerðinni segir:

„Stutt er síðan kraftmiklir skýstrókar ollu miklu tjóni hérlendis. Skýstrókarnir voru staðbundnir og fóru yfir bæinn Norðurhjáleigu í Álftaveri í Skaftárhreppi 24. ágúst síðastliðinn. Nærliggjandi bæir fóru ekki illa út úr hvassviðrinu en í Norðurhjáleigu rifnuðu þök af húsum, stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð, girðingar lögðust á hliðina og brak og járnplötur feyktust allt að kílómetra frá bænum. Mikil mildi var að íbúar voru ekki heima þegar strókarnir gengu yfir bæinn. Þekkt er að skýstrókar myndist hér á landi en það er afar sjaldgæft að þeir séu eins kraftmiklir og valdi eins mikilli eyðileggingu og raunin varð í Norðurhjáleigu.“

Mínútnaspursmál

Þá segir einnig að erfitt sé að spá fyrir um skýstróka, tæki og tól séu ekki til staðar. Jafnvel þó svo væri, yrði viðvörunartíminn lítill:

„Skýstrókar eru fyrirsjáanlegt veðurfyrirbrigði með réttum tækjum og tólum. Þannig er spáð fyrir um slíka stróka í Bandaríkjunum á svæðum þar sem þeir eru algengir. Hér á landi er hins vegar ekki tækjabúnaður til að spá fyrir um skýstróka. Veðurstofan hefur reynt að fjölga veðursjám um landið. Hægt er að sjá skýstróka á slíkum sjám en að sögn veðurfræðings yrði eftir sem áður ólíklegt að hægt væri að spá fyrir um þá. Það teldist heppni ef strókur myndaðist í nágrenni við veðursjá sem sæi hann. Jafnvel þótt það gerðist væri viðvörunartíminn einungis á bilinu tíu til tuttugu mínútur. Ljóst er að fátt er hægt að gera á þeim tíma annað en að forða fólki af svæðinu. Þannig er með engu móti hægt að undirbúa sig fyrir slíkan atburð sem getur valdið stórkostlegri eyðileggingu og tjóni.“

Brýnt að bregðast við

„Samkvæmt almennri skilgreiningu orðabókar á orðinu náttúruhamfarir er átt við hamfarir af völdum náttúruafla. Er þá jafnan átt við óviðráðanlega stóratburði í náttúrunni sem valda tjóni eða mannskaða en ljóst er að skýstrókar falla skýrlega undir þá skilgreiningu. Að mati flutningsmanna er brýnt að bregðast við og tryggja að tjón sem hlýst af slíkum náttúruhamförum verði bætt. Þar sem Náttúruhamfaratrygging Íslands tryggði með þessari breytingu gegn tjóni af völdum þessa afar sjaldgæfa veðurfyrirbrigðis hér á landi telja flutningsmenn rétt að bæta við lögin ákvæði til bráðabirgða sem mælir fyrir um skyldu stjórnar Náttúruhamfaratryggingar Íslands til að bæta það tjón sem varð á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri í Skaftárhreppi af völdum skýstrókanna 24. ágúst síðastliðinn.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“