fbpx
Föstudagur 26.apríl 2019
Eyjan

Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir lögmann hafa slegið Vestfirðinga með „svellkaldri rasistatusku“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. október 2018 07:07

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Yngvason, lögmaður Náttúruverndarsamtakanna, mætti í Kastljós hjá Ríkisútvarpinu í gærkvöldi og ræddi um ýmislegt er snertir laxeldi í sjókvíum á sunnanverðum Vestfjörðum. Þar á meðal var rætt um fyrirhugaðar lagabreytingar sem eiga að tryggja áframhaldandi starfsemi Fjarðalax og Arctic Fish en eins og kunnugt er hafa starfsleyfi fyrirtækjanna verið afturkölluð.

Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, er allt annað en sáttur við framgöngu Óttars í þættinum og segir hann hafa slegið Vestfirðinga með „svellkaldri rasistatusku“ í andlitið. Guðmundur segir að Óttar hafi farið fram með rangfærslur og rasisma í málflutningi sínum þegar hann talaði gegn sjókvíaeldi á Vestfjörðum.

Þetta kemur fram í Facebookfærslu Guðmundar sem segir í inngangi hennar:

„Ég horfði á viðtal við lögmann Náttúruverndarsamtakanna í Kastljósi í kvöld. Ég ætla ekki einu sinni að reyna að leiðrétta einstakar fullyrðingar um starfsemi fyrirtækjanna hérna fyrir vestan. Enda átti lögmaðurinn í mestu vandræðum með að ráfa, þó ekki væri nema í námunda við eitt einasta sannleikskorn í sínum málfutningi.“

Því næst víkur Guðmundur að því sem hann segir vera grímulausa andúð lögmannsins á útlendingum:

„Það sem sló mig samt miklu meira en allar rangfærslurnar, var þessi grímulausa andúð lögmannsins á fólki af erlendum uppruna. Þetta eru semsagt ekki alvöru störf og alvöru fólk hérna fyrir vestan, heldur bara „einhverjir útlendingar (aðallega Pólverjar)“ sem geta bara farið eitthvað annað.“

Og síðan lýkur Guðmundur færslu sinni á nokkrum orðum um fjölmenningarsamfélagið sem hefur lánast að byggja upp á Vestfjörðum:

„ég varð eiginlega bara dapur. Ekki reiður, heldur dapur. Aðallega lögmannsins vegna, en líka vegna þess að hér stöndum við, í okkar ljómandi fallega fjölmenningarsamfélagi fyrir vestan, sem okkur hefur lánast að byggja upp og viðhalda af myndarbrag. En fáum svo eina svona svellkalda rasistatusku í andlitið í einhverju karlakarpi um eitthvað allt annað mál og veigaminna.

Takk fyrir það, laxmaður.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“

Björn um tækifærismennsku Þorsteins og Frosta: „Nær væri að nota orðið „tvöfeldni“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins

Síðasta bókin um Bernie Gunther – á upplausnartíma Weimarlýðveldisins