fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Tvöföldun á starfsfólki innan gisti- og veitingageirans

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á öðrum ársfjórðungi ársins 2018 störfuðu tæplega 200 þúsund manns (199.870) á aldrinum 16-74 ára á íslenskum vinnumarkaði sem er aukning um 21.016 (11,8%) frá öðrum árfjórðungi 2008. Með starfandi er bæði átt við launafólk og sjálfstætt starfandi einstaklinga. Fjölgun starfandi fólks frá öðrum ársfjórðungi 2008 til annars ársfjórðungs 2018 var mest í rekstri gististaða og veitingarekstri (I), eða um 8.428 (97%). Mesta fækkunin var í fjármála- og vátryggingastarfsemi (K) þar sem fjöldi starfandi fór frá því að vera 8.803 í 6.341 sem er fækkun um 28%. Ef litið er til tiltekinna atvinnugreina má sjá að mikil aukning hefur orðið í ferðaþjónustu og tengdum greinum eða um 98,5% á þessu tímabili, á sama tíma og starfandi fólki í sjávarútvegi fækkaði úr 9.141 í 8.875 eða um 2,9%.

Flestir innflytjendur starfa við rekstur gististaða og veitingarekstur
Þegar á heildina er litið voru fleiri karlar (53,3%) starfandi á íslenskum vinnumarkaði en konur (46,7%) á öðrum ársfjórðungi 2018. Þetta er í samræmi við það sem sjá má í öðrum útgáfum Hagstofunnar, til dæmis vinnumarkaðsrannsókninni (VMR). Flestir karlar starfa við framleiðslu (C) eða 15.888, á sama tíma og flestar konur, eða 18.572, starfa við heilbrigðis- og félagsþjónustu (Q). Hlutfall kvenna er hæst í heilbrigðis- og félagsþjónustu (Q), eða 79%, en hlutfall karla er hæst í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð (F), eða 93,9%. Flestir innflytjendur starfa við rekstur gististaða og í veitingarekstri (I) en hlutfall þeirra af öllum starfandi er hæst í leigustarfsemi (N) eða 42,6% og skýrist það af miklum fjölda þeirra hjá ferðaskrifstofum.

Frekari upplýsingar
Hagstofan birtir nú í fyrsta sinn tölur um fjölda starfandi í heild, eftir kyni, bakgrunni og atvinnugreinum úr skrám. Tölurnar er annars vegar unnar úr staðgreiðslu atvinnutekna fyrir launamenn og hins vegar úr skattframtölum einstaklinga og fyrirtækja fyrir sjálfstætt starfandi. Starfandi teljast þeir sem eru launamenn eða sjálfstætt starfandi einstaklingar. Með starfi launamanns er átt við ráðningarsamband hans við atvinnurekenda um vinnuframlag í skiptum fyrir ákveðið endurgjald (það er, laun), en sjálfstætt starfandi einstaklingur greiðir sér laun sjálfur. Atvinnugreinar eru flokkaðar í samræmi við ÍSAT2008 flokkunarkerfið.

Ýmsar upplýsingar um fjölda starfandi, þróun og stærð atvinnugreina má finna í öðrum útgáfum Hagstofunnar. Til dæmis framkvæmir Hagstofa Íslands samfellda úrtaksrannsókn á einstaklinga á vinnumarkaði, svokallaða vinnumarkaðsrannsókn (VMR), allt árið um kring. Á grundvelli hennar birtir Hagstofan helstu niðurstöður um atvinnuþátttöku, fjölda starfandi, atvinnuleysi og fleira mánaðarlega ásamt ítarlegri sundurliðun ársfjórðungslega um starfshlutfall og vinnutíma eftir atvinnugreinum. Hagstofa Íslands gefur einnig mánaðarlega út tölur um fjölda launþega eftir mánuðum og árum sem unnar eru úr staðgreiðslugögnum og árlega rekstrar- og efnahagsyfirlit fyrirtækja eftir atvinnugreinum, byggt á skattframtölum þeirra sem gefur mynd af stöðu og þróun einstakra atvinnugreina.

Talnaefni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“