fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Segir sjómenn ofrukkaða fyrir fæðishlunnindi: „Líklegt að margir sjómenn finni þessar villur í útreikningum á launaseðlum sínum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 14:35

Heiðveig María Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og sjálfstætt starfandi viðskiptalögfræðingur, sem hyggst bjóða sig fram til forystu Sjómannafélags Íslands í haust, telur að sjómenn hafi ofgreitt fyrir fæðishlunnindi árin 2017 og 2018. Gagnrýnir hún sjómannaforystuna harðlega fyrir þessa yfirsjón:

„Hafa sjómenn virkilega ofgreitt rúmar 40 milljónir til ríkisins vegna sofandahátts núverandi forustu?“

Heiðveig segist hafa fengið margar ábendingar um ofgreidd fæðishlunnindi sjómanna:

„Ein þessara ábendinga staðfestir áhyggjur mínar af ákvæði um ,,frítt fæði“ í síðustu kjarasamningum með meðfylgjandi úrskurði frá Ríkisskattstjóra þar sem sjómaður hafði verið ofrukkaður um 22.243 kr í fæðishlunnindi á tekjuárinu 2017. Ef við gefum okkur það að sjómenn á fiskiskipum séu í kringum 3.000 talsins (á erfitt með að finna staðfestar tölur) og einungis 30% sjómanna hafi ofgreitt fæðishlunnindi líkt og þessi aðili hér þá hafa sjómenn ofgreitt skatt vegna tekjuársins 2017 um rúmar 20 milljónir og þá væntanlega rúmlega 40 milljónir ef bæði 2017 og 2018 eru tekin saman. Í málflutningi mínum undanfarin misseri hef ég bent á þá staðreynd að samningar sjómanna við SFS eru illa skrifaðir og illa undirbúnir.“

Illa orðaðir kjarasamningar

Heiðveig útskýrir hvernig þessi ofrukkun á sér stað:

„Eitt mjög skýrt og staðfest dæmi um illa útfært atriði í samningunum eru ákvæði um fæði. Í grein 1.09 í kjarasamningunum er greinin svohljóðandi: ,,Útgerð skal láta skipverjum fullt fæði í té endurgjaldslaust.“ Greinin hefur ekki frekari útskýringar að neinu leyti – greinin hefði klárlega þurft frekari útskýringa við, sér í lagi þar sem atvinnurekendum ber að reikna þeim sem þeir skaffa frítt fæði fæðishlunnindi skv. tekjuskattslögum. Þ.e. starfsmaður skal greiða skatt af þeim ávinningi er hann hlýtur af fríðindum sem þessum. Í tilviki okkar sjómanna hefur útgerðin mér vitanlega reiknað þessa fæðispeninga samviskusamlega og gert grein fyrir þeim á launaseðlum. Hins vegar er það svo að við fáum ekki frítt fæði alla lögskráningardagana okkar og þá ættum við að sjálfsögðu ekki að greiða hlunnindi af fæði sem ekki er skaffað eins og í tilvikum þar sem við komum í land snemma að morgni og farið á sjó aftur að kvöldi, eða hjá skipum sem tekur jafnvel tvo eða þrjá daga að landa aflanum. Líklegt er að útgerðir noti lögskráningardaga til útreiknings á fæðishlunnindum enda ekki nokkrar leiðbeiningar um annað frá viðsemjendum þeirra (verkalýðsfélögunum).“

Ekki við útgerðina að sakast

Heiðveig kennir verkalýðsfélögum sjómanna um ofrukkunina:

„Það var og er klárlega hlutverk verkalýðsfélaganna að koma með leiðbeiningar annaðhvort í ákvæðinu sjálfu eða í sérútbúnum samræmdum leiðbeiningum til launafulltrúa útgerðanna með ákvæði sem þessu – annars er hætta á að við starfsmennirnir greiðum hlunnindi af fæði sem við aldrei fengum. Mér þykir líklegt að margir sjómenn finni þessar villur í útreikningum á launaseðlum sínum, þ.e. greiðslu skatts af fæðishlunnindum þá daga sem þeir borða heima hjá sér, en til þess að fá það staðfest þá hvet ég ykkur til þess að leita til verkalýðsfélagsins ykkar og óska eftir því að félagið kanni þetta og þá ef svo er reikni út fyrir ykkur hversu mikið hefur verið ofdregið og um leið óska þá eftir því að félagið aðstoði ykkur við skrif á leiðréttingarbeiðni; já það er hlutverk verkalýðsfélaganna og já þið eruð búnir að borga fyrir þessa þjónustu með félagsgjöldunum ykkar. Rétt er að taka fram að útgerð og launafulltrúar hafa ekkert með þetta atriði að gera þar sem þeir vissu ekki betur og skal engan undra miðað við þessa einu aumu setningu um fæði í kjarasamningunum.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“