fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
Eyjan

Össur um braggablúsinn: „Þar hefur okkar góða borgarstjórn staðið sig fantavel“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 8. október 2018 12:52

Össur Skarphéðinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrum ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, leggur til óvenjulega lausn í braggablús-málinu svonefnda í færslu sinni á Facebook. Framúrkeyrsla borgarinnar við uppgerð og viðbyggingu bragga í Nauthólsvík hefur farið langt fram úr áætlunum og enn sér ekki fyrir endann á kostnaði verkefnisins, sem kominn er í 415 milljónir.

Össur segir borgarstjórn hafa staðið sig vel í að bjarga eina bragganum sem eftir er. Erfitt er að greina hvort Össuri sé alvara, eða hvort hann beiti fyrir sig kaldhæðni, líkt og merkja má síðar í færslunni, er hann finnur Vigdísi Hauksdóttur hlutverk sérlegs braggavarðar:

„Mikið er gott að eiga borgarstjórn sem hirðir jafn vel um sögulegar byggingarminjar og okkar. Það var ekki seinna vænna að bjarga eina bragganum sem eftir er og þar hefur okkar góða borgarstjórn staðið sig fantavel, jafnvel of vel segja sumir sem hafa ekki enn skilið sess braggans í byggingarsögu og hersögu Íslands. Er ekki hægt að settla málið með því að gera Vigdísi Hauks að braggaverði borgarinnar? Einu sinni voru sérstakir gæslumenn á Bankastræti núll og þótti takast vel.“

Í athugarsemdarkerfi Össurar er hann sagður hafa skotið yfir markið með þessum orðum, borgarbúar hafi ekki húmor fyrir slíkri bruðli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum
Fallinn strompur

Mest lesið

Ekki missa af