fbpx
Þriðjudagur 18.júní 2019
Eyjan

Hver vill kaupa þorsk frá Nýja-Sjálandi í íslenskri búð?

Egill Helgason
Mánudaginn 8. október 2018 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun birtist stærsta frétt ársins – um það sem mun hafa mest áhrif á líf jarðarbúa. En nú þegar er komið kvöld virðist hún hafa týnst mestanpart.

Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna kunngjörir í nýrri skýrslu að jarðarbúar þurfi að bregðast skjótt og undanbragðalaust við ef hlýnun jarðar á ekki að fara upp í 1,5 gráðu strax 2030 – í síðasta lagi um miðja öldina. Við höfum tólf ár til að afstýra hamförum.

Þær munu ekki bara fela í sér óbærilegan hita, þurrka, flóð, ofsaveður, uppskerubrest, súrnun sjávar, heldur líka gríðarlega röskun á högum fólks sem þýðir fólksflutninga og -flótta. Við upplifðum fyrir tveimur til þremur árum hversu mannkynið er í stakk búið til að taka á við slíkt. Það sem í raun eru örfáir flóttamenn frá Sýrlandi – miðað við það sem er að vænta – settu stjórnmálalíf Vesturlanda á annan endann.

En það trúir því auðvitað enginn að maðurinn muni sjá villu síns vegar. Við virðumst vera ófær um að breyta neysluvenjum okkar, stjórnmálamenn vilja helst ekki kosta neinu til sem gerir þá óvinsæla, fyrirtæki vilja hafa business as usual.

Hér er skrítið lítið dæmi – en í raun afskaplega táknrænt. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur birti myndina sem er tekin í Costco í Garðabæ. Þar er til sölu þorskur í raspi – frá Nýja-Sjálandi. Hann þarf semsagt að fara í kringum hálfan hnöttinn til að komast hingað.

Það sjá náttúrlega allir hvað þetta er vitlaust. Í hafinu við Ísland er gnægð af þorski. Þorskurinn frá Nýja-Sjálandi freistar varla. Þetta er absúrd dæmi. En þetta er samt birtingar stærra vandamáls þar sem viðskipti sem spanna jarðarkringluna eru komin í öfgar.

Í matvöruverslunum heimsins eru árstíðir ekki viðurkenndar lengur. Við viljum geta fengið allan mat allt árið, hvenær sem okkur dettur í hug. Jarðarber sem kannski eru ræktuð í Mexíkó. Bláber frá Perú. Rækjur frá Thailandi. Jú, lambakjöt frá Nýja-Sjálandi, nautakjöt frá Argentínu og svo má lengi telja. Við teljum það beinlínis rétt okkar að geta gengið að þessu sem vísu – en það er ekki langt síðan að allt þetta var algjör lúxusvarningur.

Nú er hægt að leggja málin þannig upp að hér sé um frjáls heimsviðskipti að tefla. En á móti kemur samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja og neytenda gagnvart yfirvofandi hamförum og eyðileggingu náttúrunnar. Við verðum að breyta neysluvenjum okkar.

Einar veðurfræðingur skrifar:

Botnlaus þvæla og afleiðingar af alfrjálsum viðskiptum. Það besta sem við getum gert í loftslagsmálum í daglegum háttum okkar er að velja markvisst neysluvarning sem framleiddur er nærri okkur sé þess nokkur kostur. Ef fólk sniðgengur þennan fisk alla leið frá Nýja Sjálandi, hann selst ekki, hættir verslunin að flytja vöruna um hálfan hnöttinn með tilheyrandi kolefnisfótspori.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“

Patagonia og Landvernd gegn fiskeldi í opnum sjókvíum: „Við eigum að læra af slæmri reynslu nágrannaríkja“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“

Telur fréttamenn RÚV mótmæla handtöku Assange á fölskum forsendum: „Nokkuð langsótt að þessu sinni“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“

Segir Sjálfstæðisflokkinn líka vera „skúrkinn,“ sem skjálfi vegna „geltsins“ frá hagsmunaaðilum – „Minnti helst á Chaplin mynd“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni

Samningaviðræður um þinglok við Miðflokkinn sagðar stranda á Bjarna Benediktssyni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!

Laugavegur verður öfugur: Keyrt verður upp Laugaveginn – Já, upp Laugaveginn!
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku

Davíð Stefánsson: Forsenda óbreyttra lífsgæða Íslendinga er milljarður á viku