fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Þar sem stórhýsin rísa nú

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. október 2018 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þessari gömlu litljósmynd má sjá horfna byggð í Reykjavík, nákvæmlega á staðnum þar sem nú eru að rísa stórhýsin við Hafnartorg og Austurhöfnina. Þarna eru aðrir tímar, þá var þetta miðstöð atvinnu- og athafnalífs. Öll þessi hús hurfu á árunum eftir stríð, fólk þarf að vera komið nokkuð til ára sinna til að muna eftir þeim.

Þarna sést svokallað Nordalsíshús til hægri, en þar var líka rekin kjötverslun, hér fyrir neðan er skemmtileg jólaauglýsing frá henni. Það var rifið 1945. Húsið í miðið er Verkamannaskýlið en þangað komu verkamenn til að fá vinnu við uppskipun – sem svo sannarlega var ekki alltaf að hafa. Á sinn hátt var þetta dapur staður. Þar var líka matsalur og kaffistofa. Húsið var tekið í notkun 1923 en rifið 1961.

Húsið til vinstri er svo Varðarhúsið. Þar voru um árabil flokksskrifstofur Sjálfstæðisflokksins og fundarsalur, allt til 1941. Þar voru haldnir ýmsir fundir, til dæmis fundaði Sálarrannsóknafélagið þar og hélt miðilsfundi. Landsamband íslenskra útvegsmanna var stofnað þar, en einnig eru heimildir um myndlistarsýningar í húsinu. Þar sýndi til dæmis Gunnlaugur Scheving 1932. Húsið var rifið 1961.

Við sjáum hvernig kolareykinn leggur upp af skipum í höfninni. Kolakraninn er á sínum stað. Það sést í Hafnarhúsið, hina miklu byggingu sem reis á árunum fyrir stríð, með skrifstofum og vörugeymslum.

 

 

Hér er svo önnur mynd frá fjórða áratugnum þar sem Varðarhúsið sést betur. Það var kennt við Landsmálafélagið Vörð sem starfaði innan Sjálfstæðisflokksins. Að baki má sjá skip Eimskipafélagsins, fossana, glöggir menn hafa talið sig greina Gullfoss, Goðafoss, Lagarfoss og Brúarfoss.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“