fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Kafkaískar stundir á sunnudagsmorgni

Egill Helgason
Sunnudaginn 7. október 2018 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég upplifði kafkaískar stundir í morgun.

Ég er einn af þeim Íslendingum sem fengu póst eins og hér að ofan. Boðun í skýrslutöku hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, hótun um að ég yrði sóttur eða handtekinn ef ég mætti ekki. Fyrirvara um að ég mætti taka með mér verjanda.

Ég smellti á vefslóðina sem nú er hætt að virka. Tókst ekki að opna hana, en í heimsku minni reyndi ég aftur og aftur. Gaf upp kennitölu og ég veit ekki hvað ég opnaði tölvuheim minn fyrir þrjótunum.

Hugsaði – hvað hef ég gert af mér? Leitaði mörg ár aftur í tímann en fann ekki neitt. En – við erum fæst með öllu saklaus. Það er hin kafkaíska tilfinning – að vita ekki af því sjálfur að maður hafi framið afbrot. Um tíma leið mér semsagt eins og Jósefi K.

Einhver hlaut að hafa rægt Jósef K. því að morgun einn var hann handtekinn án þess að hafa gert nokkuð af sér.

Ég var búinn að skoða þetta í tveimur tölvum, bæði Apple og Microsoft, án þess að geta lesið ákæruna þegar mér var bent á að þetta væri gabb. Verð að viðurkenna að mér var létt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“