fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Sólveig og Viðar vísa fréttaflutningi Morgunblaðsins á bug – Grófar dylgjur og starfsfólki lögð orð í munn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 14:16

Sólveig og Viðar frá Eflingu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður stéttarfélagsins Eflingar, og Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri félagsins, vísa á bug fréttaflutningi Morgunblaðsins af meintri ólgu meðal starfsmanna félagsins og harðstjórn af þeirra hálfu. Hafa tvímenningarnir sent frá sér yfirlýsingu þar sem fréttaflutningi Morgunblaðsins er alfarið hafnað.

Samkvæmt frétt Moggans eru bæði fjármálastjóri og bókari félagsins komin í tímabundið veikindaleyfi vegna ágreinings um hvort greiða eigi reikning fyrir ljósmyndun til Öldu Lóu Leifsdóttur án þess að bera reikninginn upp á fundi stjórnar félagsins. Alda Lóa er eiginkona Gunnars Smára Egilssonar, stofnanda Sósíalistaflokksins og eins helsta stuðningsmanns Sólveigar Önnur í baráttu hennar fyrir formannssætinu í Eflingu. Samkvæmt frétt Moggans hefur Alda Lóa áður fengið greiddar fjórar milljónir króna frá félaginu fyrir sambærileg verkefni

Í yfirlýsingunni segir:

Í frétt Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag, 6. október, er slegið fram staðlausum fullyrðingum um meinta framkomu stjórnenda Eflingar við starfsfólk félagsins. Fullyrðingar blaðsins vekja undrun í ljósi þess að umrætt starfsfólk tjáði sig ekki sjálft við blaðamann þegar eftir því var leitað, líkt og viðurkennt er í fréttinni. Því er um óstaðfestar sögusagnir og dylgjur að ræða. Mikilli furðu sætir að Morgunblaðið kjósi að birta þannig sögusagnir frá ótilgreindum aðilum um heilsufar, meint ágreiningsmál og önnur viðkvæm málefni starfsfólks á nafngreindum vinnustað.

 

Þær óstaðfestu frásagnir sem lagðar eru í munn starfsfólks Eflingar í fréttinni, án samþykkis þeirra, eru ekki aðeins rangar, heldur fela í sér grófar dylgjur og ásakanir um ámælisverð vinnubrögð í fjármálum á skrifstofum Eflingar. Einfalt er að svara þeim ásökunum.

 

Um verkefni Öldu Lóu og greiðslur fyrir þau segir í yfirlýsingunni:

Hvorki formaður né framkvæmdastjóri Eflingar kannast við þá fullyrðingu blaðamanns Morgunblaðsins að fjármálastjóri hafi neitað að greiða reikninga frá Öldu Lóu Leifsdóttur blaðamanni sökum þess að þeir hafi ekki verið samþykktir af stjórn. Alda Lóa hefur með ótvíræðu samþykki stjórnar Eflingar unnið hið glæsilega kynningarverkefni „Fólkið í Eflingu“, og fyrir þá vinnu sína hefur hún að sjálfsögðu fengið greitt. Hafa þær greiðslur verið í fullkomnu samræmi við ákvörðun stjórnar um úthlutun fjármuna til verkefnisins, sbr. bókun í fundargerð af stjórnarfundi 23. ágúst 2018. Fjármálastjóri og bókari hafa annast meðhöndlun innsendra reikninga vegna verkefnisins athugasemdalaust. Fullyrðing Morgunblaðsins um að þær greiðslur hafi verið ásteitingarsteinn milli nýrra stjórnenda og fjármálastjóra félagsins er röng og stenst enga skoðun.

Yfirlýsinguna í heild má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki