fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Gunnar Smári svarar umfjöllun Moggans: „Ég er atvinnulaus og fæ hvergi vinnu, ekki einu sinni íhlaupaverkefni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson segir að Sjálfstæðisflokkurinn og skósveinar hans komi í veg fyrir að hann fái nokkurs staðar vinnu eða verkefni. Núna séu þessu öfl að ganga enn lengra og koma í veg fyrir að eiginkona hans fái vinnu eða verkefni. Þetta kemur fram í löngum pistli sem Gunnar Smári Egilsson var að birta á Facebook-síðu sinni. Þar svarar hann fréttaskrifum Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag þess efnis að ólga ríki á skrifstofu Eflingar eftir að Sólveig Anna Jónsdóttir og hennar fylking náði völdum í félaginu og að gjaldkeri og bókari hafi verið hraktir frá störfum vegna ágreinings um reikning frá eiginkonu Gunnar Smára, Öldu Lóu Leifsdóttur. Sjá nánar hér

Gunnar Smári segir að Morgunblaðið sé orðið hið eiginlega bakherbergi Sjálfstæðisflokksins og þessi umfjöllun sé beint úr því bakherbergi. Um útskúfun hans af vinnumarkaði hér vegna andstöðu við Sjálfstæðisflokkinn skrifar Gunnar Smári:

„Ég hef fundið fyrir þessum útlegðardóm frá því ég kom að stofnun Sósíalistaflokksins. Reyndar miklu fyrr, ég tók þátt í að fella Morgunblaðið úr drottnandi stöðu sinni á fjölmiðlamarkaði og tók þátt í andófinu gegn fjölmiðlafrumvarpinu sem brenndi upp pólitíska inneign Davíðs Oddssonar, sem honum hefur aldrei tekist að endurheimta. En eftir því sem baráttu sósíalista vindur fram og sigrar safnast upp hef ég orðið enn meira var við útlegðardóminn. Ég er atvinnulaus og fæ hvergi vinnu, ekki einu sinni íhlaupaverkefni. Ég hef nefnt við fólk innan verkalýðshreyfingarinnar hvort ekki sé þörf fyrir ritstjóra í einhver íhlaupaverk, mann með reynslu af að byggja upp og móta blöð. Eða hvort ekki vantaði áróðurs- og kosningastjóra í eitthvert átaksverkefni, mann með mikla reynslu og langan lista af sigrum. En ég hef ekki gengið eftir þessum uppástungum. Ég veit sem er að fólkið sem er að reyna að blása lífi í steindauð félög, félög sem hafa fyrir löngu kæft niður virkni og þátttöku almennra félagsmanna, félög þar sem forysta fyrri ára drap á aflvél samtaka almennings og gekk þar með erinda auðvaldsins, hinna ríku og valdamiklu. Ég veit að fólk sem stendur í baráttu við að blása lífi í þessu félög (og mætir oft harðri andstöðu innandyra af eftirlegukindum fyrri tíma) verður að velja sér aðrar orrustur við afturhaldsöflin en að verja þá ákvörðun innan og utan dyra að hafa látið Gunnar Smára taka viðtal fyrir félagstíðindin.“

Þá segir Gunnar Smári rangt sem kemur fram í frétt Morgunblaðsins að eiginkona hans hafi fengið greiddar fjórar milljónir frá Eflingu:

„Ég hef því aldrei fengið neitt greitt frá verkalýðshreyfingunni. Konan mín hefur hins vegar unnið hið fagra verkefni Fólkið í Eflingu, og það ber svip hennar; fullt af mannvirðingu, tilfinningu fyrir fólki og listfengi. Ég veit að að bak liggur mikil vinna, enda er þetta frumkvöðlavinna. Það eru áratugir síðan að láglaunafólk hefur fengið jafn sterka rödd.

Og þessi frétt Moggans er ekki um vinnu Öldu Lóu. Hún segir mér að því fari fjarri að hún hafi fengið fjórar milljónir borgaðar, svo líklega hefur einhver á skrifstofunni stungið peningum á sig. Kannski er þetta fyrsta frétt af fjárdráttarmáli. En það sem þessi frétt fjallar um, er útvíkkun á Berufsverbot mínu. Nú nær það til fjölskyldu minnar. Allir sem ráða mig eða eiginkonu mína til nokkurra verka skulu verða fyrir árásum hins viðbrennda Sjálfstæðisflokks og þeirra sem leggjast svo lágt að þjóni þeirri klíku. Sú klíka virðist meta stöðu sína sterka í dag og geta í raun gert hvað hún vill; keypt skýrslu af Hannesi, bannað sýningar á málverkum af Bjarna, skipað Geir í stjórn Alþjóðabankann, látið sjálfstæðisdrengina á RÚV snúa tíu ára afmæli Hrunsins upp í grín og tryggt það að enginn sem andmælir flokknum fái vinnu. Þessi skaðsemisklíka, sem er á góðri leið að eyðileggja íslenskt samfélag, metur það svo að nú sé hún búin að vinna Hrunið og geti brátt farið sínu fram.“

Gunnar Smári skrifar jafnframt:

Í kosningasjónvarpinu spurði Einar Þorsteinsson, fréttamaður Sjálfstæðisflokksins hjá RÚV, Sönnu Magdalenu, frambjóðenda Sósíalistaflokksins, hvernig hún gæti verið í framboði fyrir flokk sem ég hefði komið nálægt. Þar endurómaði hann stemminguna innan úr bakherbergjum flokksins þar sem karlar (þar eru aldrei konur) viðra álit sitt á mönnum og málefnum. Í þessum kompum hafa menn talað sig niður á að ég sé farsótt, hættulegur maður. Frambjóðandi hafði aldrei fyrr verið spurður um hvernig hann gæti verið í sama flokki og einhver maður út í bæ, og hafa þó flestir af mestum skíthælum landsins leitað verndar innan Sjálfstæðisflokksins og oft verið þar í framboði og forystu.

Nú skrifar Mogginn frétt innan úr sömu bakherbergjum til að fæla fólk í verkalýðshreyfingunni frá að kaupa vinnu af eiginkonu minni, Öldu Lóu Leifsdóttur, sem hefur frá því síðastliðið vor tekið viðtöl og myndir af láglaunafólki í Eflingu og birt á Netinu undir nafninu Fólkið í Eflingu, verkefni sem er stórkostlegt innlegg í baráttu láglaunafólks og vakið hefur upp meiri stéttarvitund meðal félaga Eflingar en allt sem hin dauða forysta félagsins gerði áratuginn þar á undan.

Mogginn gengur erinda bakherbergja Sjálfstæðisflokksins, eins og Einar Þorsteinsson. Segja má að Mogginn sé bakherbergi Sjálfstæðisflokksins. Og þar hefur verið kveðinn upp útlegðardómur yfir mér og mínu fólki; þau sem eiga samskipti við okkur skal refsað. Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaði íslensku samfélagi á tuttugustu öld með svona dómum. Fólk sem var í flokknum fékk framgang, atvinnu og lán. Þau sem andmæltu flokknum fengu ekkert af þessu. Þess vegna finnst mörgu eldra fólki öruggast að vera bara í Sjálfstæðisflokknum. Því finnst það of dýrt að taka afstöðu með þeim sem flokkurinn og kapítalisminn kúgar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina