fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019
Eyjan

Gjaldkeri Eflingar sendur í veikindaleyfi fyrir að neita að greiða eiginkonu Gunnars Smára háan reikning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. október 2018 08:15

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkur Íslands alls ráðandi í verkalýðsfélaginu Eflingu? Það má ráða af umfjöllun Morgunblaðsins í dag um átök á skrifstofu félagsins. Segir þar að gjaldkeri félagsins til áratuga hafi verið sendur í ótímabundið veikindaleyfi fyrir að hafa neitað að greiða reikning upp á eina milljón króna til eiginkonu Gunnars Smára Egilssonar, Öldu Lóu Leifsdóttur. Gunnar Smári er formaður Sósíalistaflokks Íslands sem er helsti bakhjarl formanns Eflingar, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem var kosin formaður í vor. Listi undir forystu hennar felldi þá lista Sigurðar Bessasonar og félaga hans. Hægri hönd Sólveigar er Viðar Þorsteinsson, félagi í Sósíalistaflokknum. Í umfjöllun Morgunblaðsins er fullyrt að átök og vondur andi á skrifstofu félagsins hafi fylgt þeim tveimur.

 

Reikningurinn frá eiginkonu Gunnars Smára var fyrir ljósmyndun og önnur verkefni fyrir félagið. Er hún sögð áður hafa fengið greiddar um fjórar milljónir frá félaginu fyrir svipuð verkefni. Gjaldkerinn neitaði að greiða reikninginn án þess að bera hann undir stjórn félagsins og bókari félagsins studdi hann í þeirri ákvörðun. Afleiðingin af þeim mótþróa er sú að báðir þessir starfsmenn eru nú komnir í ótímabundið veikindaleyfi og mál þeirra eru jafnframt í höndum lögmanna sem undirbúa málsókn á Eflingu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

OR var með ólöglega álagningu

OR var með ólöglega álagningu
Eyjan
Í gær

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…

Mynd dagsins: Cyti hall is closed – Sérð þú allar villurnar ? Þær eru fleiri en þú heldur…
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“

Segir almenning taka sökina fyrir mengun stóriðju: „Hér starfa erlend fyrirtæki sem brenna yfir 1000 tonnum af kolum á dag“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina

Össur um orkupakkann: Sigmundur, Miðflokksmenn og Frosti ruddu brautina