fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Ólína skilar skömminni: Segist látin gjalda þess að vera komin yfir fimmtugt og hafa setið á Alþingi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 5. október 2018 21:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem ég virðist hafa unnið mér til óhelgi, í þetta skipti sem oftar, er að vera komin yfir fimmtugt og hafa þjónað þjóð minni sem alþingismaður. Konur mega nefnilega ekki hafa skoðnar (þá er sagt að þær hafi svo sterkar skoðanir). Þær mega ekki standa í báða fætur, þá eru þær brjálaðar frekjur (karlar eru bara fylgnir sér), og ef allt annað þrýtur er alltaf hægt að grípa til þess að þær séu „erfiðar í samstarfi“. Þetta sýna félagsvísindin með rannsóknum, og nú hef ég eina ferðina enn fengið að reyna það á sjálfri mér. — Mér fallast hendur.“

Þetta skrifar Ólína Þorvarðardóttir í harðorðum og tilfinningaþrungnum pistli á Facebook í kvöld, eftir þau tíðindi dagsins að Þingvallanefnd ákvað að fastráða Einar Á. E. Sæmundssen í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, en Einar hefur gegnt starfinu tímabundið síðasta liðið ár. Valið stóð á milli Ólínu og Einars og færir Ólína rök fyrir því að hún hafi verið mun hæfari til starfans:

„Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin.“

Ólína greinir einnig frá því að nýlega hafi umsækjandi með BA-próf verið tekinn fram yfir hana við ráðning í starf hjá Háskóla Íslands. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar í Þingvallanefndinni studdu Einar en stjórnarandstöðuþingmenn greiddi atvæði með ráðningu Ólínun. Um þetta skrifar hún og nafngreinir þingmennina:

„Þau sem gengu fram hjá mér við þessa ráðningu eru: Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar, VG. Vilhjálmur Árnason, varaformaður, sjálfstæðisflokki. Páll Magnússon, sjálfstæðismaður (sem aldrei hlýddi á svör eða framsögur umsækjenda, hvorki í fyrri né seinni umferð, heldur mætti að framsögu lokinni og hafði þá gert upp hug sinn). Loks Líneik Sævarsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins. Þau eru öll fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og auðvitað samstarfsmenn þess umsækjanda sem ráðinn var (og virðist ekki hafa hvarflað að formanni eða faraformanni nefndarinnar að víkja sæti af þeim sökum – þvert á móti).

Þau sem studdu mig voru: Hanna Katrín Friðrikson, Karl Gauti Hjaltason og Oddný Harðardóttir. Ég þakka þeim.“

Pistillinn í heild er svohljóðandi:

 Þetta er þungur status – enginn hefur þó dáið. Best að segja það strax. En ég er þungt hugsi eftir þenna dag og þarf að létta á hjarta mínu, því eiginlega er mér allri lokið. Ég velti því fyrir mér hvað kona þurfi að gera til þess að eiga almennt tilverurétt á vinnumarkaði. Góð menntun (doktorspróf), mikil stjórnunarreynsla (samanlögð 10 ár), víðtæk reynsla yfirleitt (úr sveitarstjórn, af alþingi, af skólamálum, vísindastarfi, ritstörum) ekkert af þessu hefur neitt gildi þegar upp er staðið. Ekki heldur þó að beinlínis sé kallað eftir þessari reynslu við auglýsingu starfs. Ekki ef mót-umsækjandinn er karlmaður með réttu vinatengslin.

Ég kann ekki við mig í fórnarlambshlutverki og þess vegna er þetta enn erfiðarar fyrir mig en væri annars. En nú hefur það gerst ítrekað að teknir hafa verið framfyrir mig í störf einstaklingar með minni menntun og minni reynslu en ég. Meira að segja í stöðu við HÍ (minn gamla vinnustað) var nýlega tekinn framfyrir mig einstaklingur sem í skriflegum rökstuðningi var sagður með „BA-próf“ (það hlýtur nú að vera prentvilla, en hvað veit ég – ekki hafði viðkomandi doktorsprót, svo mikið er víst).

Síðast nú í dag þegar ákvörðun var tekin um ráðningu þjóðgarðsvarðar, stöðu sem ég sótti um í krafti menntunar minnar (doktorsprófs í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum) og stjórnunarreynslu auk margvíslegrar reynslu sem ég taldi falla vel að skilyrðum sem auglýst voru fyrir starfinu. Eftir óþarflega langt ráðningarferli sem fljótlega varð að vali milli mín og karlmannsins sem var settur í stöðuna án auglýsingar fyrir ári og sótti svo um hana núna þegar lög buðu að hún skyldi auglýst – þá varð niðurstaðan þessi. Með eins atkvæðis mun ákvað Þingvallanefnd að ráða karlmanninn og ganga framhjá umsókn minni. Hef ég þó bæði meiri menntun, meiri og víðtækari stjórnunarreynslu heldur en sá sem ráðinn verður. Klisjan um að konur þurfi að standa sig margfalt betur en karlar til að teljast jafningjar þeirra, er kannski klisja, en hún er því miður sönn.

Það sem ég virðist hafa unnið mér til óhelgi, í þetta skipti sem oftar, er að vera komin yfir fimmtugt og hafa þjónað þjóð minni sem alþingismaður. Konur mega nefnilega ekki hafa skoðnar (þá er sagt að þær hafi svo sterkar skoðanir). Þær mega ekki standa í báða fætur, þá eru þær brjálaðar frekjur (karlar eru bara fylgnir sér), og ef allt annað þrýtur er alltaf hægt að grípa til þess að þær séu „erfiðar í samstarfi“. Þetta sýna félagsvísindin með rannsóknum, og nú hef ég eina ferðina enn fengið að reyna það á sjálfri mér. — Mér fallast hendur.

Kæru vinir – stundum er talað um að skila skömminni. Mér líður þannig núna. Misbeiting valds og mismunun verður ekkert skárri þó maður upplifi hana oft. Hún verður bara verri. En það er auðvitað til skammar að menn komist upp með það aftur og aftur að halla rétti manneskju án þess að málefnaleg rök liggi til grundvallar. Í samtali við formann nefndarinnar – sem kynnti mér niðurstöðuna nú síðdegis – komu ekki fram nein munnleg rök. Ekki eitt atriði gat hann nefnt til réttlætingar þeirri ákvörðun sem tekin var. Maður hefði getað ætlað að eftir tveggja tíma rökræðu og samanburð á tveimur umsækjendum væri hægt að hafa svosem eins og eina röksemd á takteinum fyrir því að velja einn en ekki annan. En því var ekki að heilsa. Engin málefnaleg rök. Bara vilji.

Eftir sit ég með óverðskuldaða skömm fyrir brjósti: Fyrir að fá ekki notið verðleika minna heldur hafa lotið í lægra haldi fyrir bjöguðum leikreglum, pólitískum bolagangi þar á meðal manns sem sýndi mér ekki einu sinni þá virðingu að sitja undir framsögunni sem mér var uppálagt að halda fyrir nefndinni á fundi hennar í dag. Þessari skömm vil ég skila – því hún er í raun ekki mín.

Þau sem gengu fram hjá mér við þessa ráðningu eru: Ari Trausti Guðmundsson formaður Þingvallanefndar, VG. Vilhjálmur Árnason, varaformaður, sjálfstæðisflokki. Páll Magnússon, sjálfstæðismaður (sem aldrei hlýddi á svör eða framsögur umsækjenda, hvorki í fyrri né seinni umferð, heldur mætti að framsögu lokinni og hafði þá gert upp hug sinn). Loks Líneik Sævarsdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins. Þau eru öll fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna og auðvitað samstarfsmenn þess umsækjanda sem ráðinn var (og virðist ekki hafa hvarflað að formanni eða faraformanni nefndarinnar að víkja sæti af þeim sökum – þvert á móti).

Þau sem studdu mig voru: Hanna Katrín Friðrikson, Karl Gauti Hjaltason og Oddný Harðardóttir. Ég þakka þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki