fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Ég man ekki hvar ég var – þegar Grikkir vildu senda mér peninga

Egill Helgason
Föstudaginn 5. október 2018 11:35

SONY DSC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég var spurður að því í dag hvar ég hefði verið þegar Geir Haarde flutti Guð blessi Ísland-ræðuna. Þetta virðist vera einhvers konar Kennedy-stund í íslenskri sögu, en ég get svarið það: Ég man ekki hvar ég var.

Líklega heima. Var kveikt á sjónvarpinu?

Hrunveturinn er samt mjög minnisstæður. Það mæddi dálítið mikið á mér í vinnunni. Og vegna þess að ég bý niður í bæ fylgdist ég býsna náið með öllum mótmælaaðgerðunum og útifundunum. Tel mig vita nokkuð vel hvað er satt og logið um þá.

Þetta er ekki allt jafn skemmtilegt, fullt af fólki tapaði peningum og þetta raskaði mörgum framtíðarplönum. Líka í minni fjölskyldu. En mér finnst gaman að rifja upp viðbrögð vina í útlöndum. Fréttirnar sem bárust fá Íslandi í heimsfjölmiðlana voru mjög dramatískar. Allt í einu var heimspressan mætt hingað. Ég man eftir fréttamanni frá bandarískum stórfjölmiðlið sem kom beint af vígvöllunum í Afganistan – ennþá í khakifötum.

Erlendir vinir lásu þetta og höfðu samband, gátu þeir hjálpað. Ég fékk boð frá Grikklandi og París um að senda mér peninga – eða aðra aðstoð. Hjálp við að komast úr landi, ef ég vildi. Það kom í ljós að ég átti góða vini þótt ég þæði ekki hjálpina. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“