fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Þegar Íslendingar voru happdrættisóðir

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. október 2018 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Friðriksson sagnfræðingur birti þessa ljósmynd á Facebook. Hún er tekin fyrir rúmlega 60 árum en sýnir allt annan heim en við búum í. Ég fæddist ekki löngu eftir að myndin var tekin – sem staðfestir þann grun sem ágerist hjá mér að ég hafi verið uppi í gamla daga.

Myndin sýnir hersingu fólks ganga í góðviðri þar sem nú er Borgartúnið með bönkum sínum, byggingum fyrirtækja og bílastæðum – Borgartúnið erm mjög undarleg gata frá skipulagssjónarmiði. En þarna er er eiginlega ekki neitt. Það eru sama og engin hús við götuna og við horfum niður á sjávarkambinn, áttum okkur á því að núorðið eru þarna fyrir neðan stórar uppfyllingar og eftir þeim bruna bílar um Sæbrautina.

Það upplýsist á Facebook að þessi ganga hefur verið farin til að auglýsa happdrætti DAS – Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. Hrafnista var reist með fé úr sjóðum happdrættisins. Á þessum árum má segja að Íslendingar hafi verið happdrættisóðir. Það var enginn hlutabréfamarkaður til þá.

Hér er svo auglýsing um happdrætti DAS. Þetta er bíla-, báta og búnaðarvélahappdrætti. Og þá skiljum við hvaða farartæki eru á ljósmyndinni, þetta er trillan sem var einn af vinningunum, dráttarvélin og Chevrolet-bifreiðin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins