fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Þegar Kim Larsen gerði dönsku skemmtilega og aðlaðandi fyrir Íslendinga

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. september 2018 20:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég kom einu sinni til Kaupmannahafnar og fyrsti maðurinn sem ég sá á Vesterbrogade, milli Tívolí og Hovedbanegaarden, var Kim Larsen. Þá var ég viss um að ég væri kominn í bæinn. Hann sat þar með bjór og sígó, hvað annað?

Larsen var eitt helsta tákn þeirrar Kaupmannahafnar sem maður kynntist á síðhippatímanum, þessarar afslöppuðu borgar sem manni fannst einstaklega umburðarlynd og frjálsleg. Danmörk öll var ekki endilega svoleiðis, alls ekki, en hlutar af Kaupmannahöfn voru það. Í síðustu skipti sem ég hef komið til Hafnar finnst mér eins og þessi andi sér alveg horfinn, pólitíkin í Danmörku virkar til dæmis einstaklega smásálarleg.

Kim Larsen lék í kvikmyndinni Midt om natten. Þetta varð vinsælasta mynd Danmerkur. Manni fannst eins og hann væri að leika sjálfan sig, hrjúfan slarkara og bóhem með kæruleysislegt viðhoft til tilverunnar,  en góðmenni innst inni. Þannig kom hann fyrir sjónir. Kannski var hann þannig í alvörunni. Hann var feikilega vinsæll tónlistarmaður, fyrst með hljómsveitinni Gasoline sem var frægasta hljómsveit Danmerkur á áttunda áratugnum, en svo átti hann flottan sólóferil. Hann reyndi að meika það í Ameríku, en það tókst ekki. Líklega var hann of lókal til þess.

Hér er atriði úr Midtom natten. Það er skemmtilegt til þess að hugsa að leikstjórinn var Erik Balling, sá sem gerði myndirnar um Olsen-gengið, sjónvarpsþættina Matador og svo 79 af stöðinni á Íslandi. Á sinn hátt var Balling jafn danskur í kvikmyndagerð sinni og Kim Larsen í tónlistinni.

 

 

Larsen var náttúrlega það sem kallast kærnedansk, danskur í gegn eins og Tuborg, hakkabuff og Prince-sígarettur. Hann var skáld hins venjulega, samdi frekar einföld lög út frá almennum og hversdagslegum tilfinningum. Lagið hér að ofan er lítill afmælissöngur úr Midt om natten.

Kim Larsen átti mikinn hljómgrunn í gömlu hjálendunni. Hann kom til Íslands með hljómsveit í kringum 1990 og fór túr um landið. Þá má segja að hálfgert æði fyrir honum hafi gripið um sig. Dönskukennarar fögnuðu, allt í einu varð í smátíma miklu auðveldara að telja íslenska unglinga á að læra dönsku. Kim Larsen gerði hana aðlaðandi og skemmtilega. Hér er frétt úr DV frá þessum tíma, fólk stóð í biðröðum til að sjá Larsen.

 

 

Svo er hér annað dæmigert lag eftir Kim Larsen. Þetta er vinsælasta lagið sem hljómsveitin Gasolin lék á ferli sínum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“