fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Harka í baráttunni um laxeldið

Egill Helgason
Laugardaginn 29. september 2018 16:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru varla neinir aðilar sem standa í harðari hagsmunabaráttu á Íslandi um þessar mundir en fiskeldisfyrirtæki. Málflutningur þeirra er mjög herskár – og þar eiga þau samfylgd með sveitarfélögum á Vestfjörðum. Æðsti starfsmaður fiskeldisins er fyrrverandi forseti Alþingis – sem stökk beint þaðan út í lobbýisma fyrir fiskeldi.

Víða erlendis eru tímamörk á því hversu fljótt háttsettir stjórnmálamenn geta farið að starfa í slíkri hagsmunavörslu. Þeir eiga auðvitað miklu betra aðgengi en flest fólk annað að valdhöfum.

Umræðan í kringum fiskeldið er orðin mjög pólaríseruð. Annars vegar við og hins vegar hinir. Og hverjir eru þeir, jú því er svarað í yfirlýsingu frá Vestfjarðastofu sem birtist í gær.

 

 

Yfirlýsingin er reyndar send vegna niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi burt tvö rekstrarleyfi, í Patreksfirði og Tálknafirði. Það er ekki vafi á því að fiskeldi hefur mikið að segja fyrir byggðirnar vestra, en tal um „sálarlausa stjórnsýslu“ og „fordæmalausra og ósvífna hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ er dálítið of ómstrítt.

Jú, það er dýrt að veiða í íslenskum ám og varla á færi nema efnafólks. Það er auðvelt að magna upp heift með því að benda á laxveiðielítuna. En hér er auðvitað ekki um veiðimenn að tefla, heldur sjálft lífríkið, laxinn sem hefur synt sína leið upp í íslenskar ár frá því löngu áður en fólk kom til Íslands – sjálfsögð varúð þegar náttúran er annars vegar, ekki veiðileyfi.

Það eru líka fleiri spurningar sem leita á vegna laxeldisins. Það skapar vissulega störf, en hvers vegna í ósköpunum er milli 80 og 90 prósent af eldinu í eigu norskra fyrirtækja? Hví leita þau nú hingað? Og er þá ekki líka sjálfsagt að þau greiði auðlindagjald fyrir afnotin af íslenskri náttúru?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki