fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

„Teljum að heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamál eigi hiklaust heima í þessum flokki mála“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. september 2018 10:22

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagt hefur verið fram nýtt þingmál sem veitir þolendum í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum rétt til gjafsóknar. Fyrsti flutningsmaður er Ágúst Ólafur Ágústsson, alþingismaður Samfylkingarinnar, en meðflutningsmenn eru úr flestum flokkum.

Gjafsókn er samheiti fyrir aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja sína hagsmuni, eða verja, í dómsmáli og segir Ágúst þetta mikið réttlætismál:

„Þannig munu brotaþolar eiga möguleika á að koma einkaréttarkröfum sínum að, sér að kostnaðarlausu, þegar þær hafa ekki fengið framgang í sakamáli. Slíkt getur gerst þegar sakamál eru felld niður á rannsóknarstigi af ýmsum ástæðum, svo sem vegna mistaka lögreglu, eða vegna þess að nægar sannanir teljast ekki vera til staðar að sakamálarétti eða þegar sýknað er í sakamálinu. Við þessar aðstæður kann að vera hægt að fara í einkamál til að fá einkaréttarlegum kröfum framgengt enda eru sönnunarkröfur þar minni en í sakamáli og þá kæmi þetta gjafsóknarúrræði til sögunnar,“

segir Ágúst Ólafur.

Reglur um gjafsókn kveða á um í hvaða tilvikum kostnaður við dómsmál einstaklings er greitt úr ríkissjóði. Nú þegar getur fólk fengið gjafsókn, óháð efnahag, í nokkrum tilvikum. Má þar nefna þegar um er að ræða úrskurði óbyggðanefndar um þjóðlendur, vinnudeilur fyrir Félagsdómi og í bótamálum sem varða handtöku og gæsluvarðhald.

„Löggjafinn hefur því nú þegar tekið þá ákvörðun að í ákveðnum málum skuli gjafsókn vera heimiluð burtséð frá efnahag umsækjanda. Við flutningsmenn teljum að heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamál eigi hiklaust heima í þessum flokki mála sem heimila gjafsókn. Í Svíþjóð er gjafsókn veitt vegna kynferðisbrotamála og í Noregi eiga brotaþolar í ofbeldismálum möguleika á að fá gjafsókn. Efnahagur fólks eða fjölskyldu á því ekki að ráða því hvort hægt sé að sækja sér einkaréttarkröfur í heimilisofbeldis- og kynferðisbrotamálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“