fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Nei, Bretar biðjast ekki afsökunar – þeir myndu ekki vita hvar þeir ættu að byrja

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. september 2018 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir að Bretar eigi að biðja Íslandinga afsökunar vegna framgöngu sinnar í hruninu. Það er ýmislegt til í því. Breska stjórnin kom illa fram við okkur. Það degur heldur ekkert úr því að Íslendingar hegðuðu sér sjálfir eins og glópar. Skýringar á fyrirbæri eins og hruni efnahagskerfis eru oftastnær margþættar.

En það er erfitt fyrir Breta að biðja afsökunar. Auðvitað gera þeir það aldrei. Það er líka spurning hvar þeir eigi að byrja í afsökunarbeiðnum. Ekki hafa þeir beðið okkur afsökunar á þorskastríðinu og yfirganginum þá. Og svo er hægt að halda áfram, nýlendutíminn og allar þjóðirnar sem Bretar arðrændu, tróðu á og tröðkuðu. Eitt sinn var sá tími að sólin settist aldrei í heimsveldinu breska.

Bretar trúðu því meira að segja sjálfir að þeir væru að gera öðrum þjóðum gott með því að kúga þær og undiroka og stela frá þeim öllu steini léttara. Það var kallað the civilizing mission – að breiða út siðmenningu. Það eimir meira að segja eftir af þessu, til dæmis í viðhorfinu til Brexit.

Svo það er ansi langt í að Bretar fari að biðjast afsökunar.

Vinur minn einn setti kortið hér að ofan inn á Facebook. Það er kannski ekki alveg hárnákvæmt, en það sýnir lönd sem Bretar hafa ráðist á í tímans rás. Löndin sem þeir hafa látið í friði eru hvít.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“