fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Við Hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt

Egill Helgason
Þriðjudaginn 25. september 2018 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ekki séð betri mynd af gömlu gasstöðinni. Hún stóð við Hlemmtorg, þar sem lögreglustöðin reis síðar. Sjálfur man ég ekki eftir gasstöðinni, þetta stórhýsi var rifið 1958. Þegar maður sér það svona á mynd finnst manni nokkur eftirsjá í því – þetta er reisuleg bygging og falleg í forminu.

En gasstöðin hafði víst lokið hlutverki sínu. Á sínum tíma, þegar hún var tekin í notkun árið 1910. var hún eitt fyrsta stórvirkið sem Reykjavíkurborg réðst í. Gasið lýsti upp heimili og götur og var notað til að elda mat. Gasið var framleitt með kolabrennnslu og smátt og smátt komust menn að því að rafmagnið var mun hagkvæmara en gasið. Það var líka þeim annmörkum háð að framleiðslan lognaðist af þegar var kolaskortur, eins og á árum heimsstyrjaldarinnar sem braust út stuttu eftir að gasstöðin var byggð.

Það fór svo að rafmagnið útrýmdi gasinu og hætt var að leggja gasleiðslur. Gasstöðin varð óþörf, hún var rifin, en hús stöðvarstjórans stendur enn við Hlemm. Árni Óla, sem margt ritaði um sögu Reykjavíkur, skrifaði um Gasstöðina í Lesbók Morgunblaðsins, hún stóð þá yst í bænum og gnæfði yfir svæðið sem síðar varð Hlemmtorg.

Stöðin stóð þarna ein sér fyrstu árin og bar mikið á henni. Hún var fyrsta mannvirkið er heilsaði hverjum gesti, sem kom til Reykjavíkur landleiðina, og setti sinn svip á bæinn. Má því vera að ýmsum þyki sjónarsviptir að því er hún hverfur nú.

Megas samdi lagið Gamla gasstöðin. Hann var sjálfur alinn upp í Norðurmýrinni, ekki langt frá Hlemminum og líklega er honum gasstöðin í barnsminni. Lagið er af plötunni Fram og aftur blindgötuna frá 1976 – sá sem þetta skrifar hefur alltaf talið það vera langbestu plötu meistara Megasar.

Við hlemmtorg rís gasstöðin gamla eins og forðum
og ég get ekki tjáð það né túlkað með orðum
hve allt er það gaman er grátt
og hvaða grátlega allt marklaust og smátt
en við hlemmtorgið gnæfir gasstöðin þeirra svo hátt

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“