fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Tillaga Íslands um rafræna fylgiseðla með lyfjum samþykkt í Strasbourg

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 20:35

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla með lyfjum hefst hér á landi í byrjun næsta árs. Verkefninu er ætlað að sýna hvort þessi leið nýtist til að einfalda og bæta hefðbundna upplýsingagjöf um lyf gagnvart notendum. Einnig er horft til þess að með rafrænum fylgiseðlum megi auðvelda fámennum þjóðum að standa sameiginlega að útboðum og innkaupum lyfja.

Fulltrúi Íslands í stýrinefnd Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu, bar tillögu um tilraunaverkefni þessa efnis fram fyrir hönd heilbrigðisráðherra á fundi nefndarinnar í Strasbourg fyrr í þessum mánuði. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum og vísað til sérfræðinganefndar Evrópuráðsins um gæða- og öryggisstaðla lyfja og lyfjafræðilega umsjá til nánari umfjöllunar og afgreiðslu.

Verkefnið sem tillagan snýst um er mótað á grundvelli þingsályktunar um lyfjastefnu til ársins 2020 þar sem segir að stefna beri að því að fylgiseðlar með lyfjum verði rafrænir. Tillagan á einnig stoð í stefnu stjórnvalda hvað þetta varðar, þar sem heilbrigðisráðherra og velferðarráðuneytið hafa með stuðningi utanríkisráðuneytisins mælst til þess að breyting verði gerð á tilskipun Evrópusambandsins sem geri kleift að hafa fylgiseðla með lyfjum aðgengilega fyrir notendur á mismunandi tungumálum á rafrænu formi. Landspítalinn hefur bent á ýmsa kosti þess að heimila þessa leið, meðal annars vegna aukinna möguleika á sameiginlegum lyfjainnkaupum með grannþjóðum. Loks má geta þess að norræna stjórnsýsluhindrunarráðið sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og vinnur að lausn stjórnsýsluhindrana, telur einnig að heimila eigi þjóðum að notast við rafræna fylgiseðla með lyfjum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir mikið ánægjuefni að tillaga Íslands um þetta mikilvæga mál hafi hlotið brautargengi. Ef tilraunaverkefnið gefur góða raun þannig að umræddri tilskipun Evrópusambandsins verði breytt geti það haft mikla þýðingu:

„Þetta mun auðvelda til muna sameiginleg lyfjainnkaup með öðrum þjóðum. Fyrir fámenna þjóð eins og okkur er það mjög mikilvægt, bæði til að tryggja betur nægilegt framboð nauðsynlegra lyfja og til að ná hagstæðari innkaupum. Eins er þetta mikilvægt í fjölmenningarsamfélögum nútímans þar býr fólk af mörgum þjóðernum sem talar og skilur ólík tungumál. Það er mikilvægt grundvallaratriði fyrir örugga notkun lyfja að fólk geti lesið sér til um rétta notkun, um aukaverkanir og annað sem mikilvægt er að fólk hafi vitneskju um“

segir Svandís.

Stýrinefnd Evrópuráðsins um lyf og lyfjafræðilega þjónustu (CD-P-PH) er skipuð af og heyrir undir Ráðherraráð Evrópuráðsins. Einar Magnússon lyfjamálastjóri í velferðarráðuneytinu er fulltrúi Íslands í nefndinni og hefur undanfarin tvö ár verið formaður hennar. Tilgangur stýrinefndarinnar er að vinna að jöfnu aðgengi að lyfjum, öryggi og gæðum lyfja og lyfjafræðilegrar þjónustu og þar með bættri lýðheilsu, meðal annars með því að vinna gegn fölsunum og öðrum glæpum með lyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“