fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Alvarlegar aðfinnslur gerðar á starfssemi Samgöngustofu: „Full þörf á að ljúka þessari vinnu“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. september 2018 10:35

Þórólfur Árnason er forstjóri Samgöngustofu. Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfshópur sem Jón Gunnarsson, þáverandi samgönguráðherra, setti saman til að greina verkefni Samgöngustofu, skilaði af sér áfangaskýrslu í október í fyrra. Þar koma fram alvarlegar athugasemdir um starfsemina, líkt og Morgunblaðið greinir frá í dag:

„Við gerðum til að mynda athugasemdir við ýmislegt í innri starfsemi og stjórnun Samgöngustofu og öll þessi atriði voru tilgreind og rökstudd nokkuð ítarlega,“

segir Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður, sem skipaður var formaður starfshópsins.

Samskiptin ófagleg

Í skýrslunni er sett fram gagnrýni á að ekki sé nægilegur mannafli til að sinna lögbundnum verkefnum og eftirliti flugstarfssemi innan Samgöngustofu. Þá sé nauðsynlegt aðskilja eftirlitsaðila og eftirlitsskylda aðila í flugrekstri með skýrari hætti.

Þá er sett fram alvarleg gagnrýni á samkipti Samgöngustofu og Isavia, þau hafi hvorki verið nægjanlega fagleg né formleg og ekki gætt að hæfilegri fjarlægð við Isavia þegar ákvarðanir voru teknar er snerta fyritækið.
Þá er skipulag Samgöngustofu einnig gagnrýnt sem og stjórnunarhættir, en fólksflótti og álag á starfsmenn hafi einkennt vinnustaðinn:

„Starfshópurinn telur ástæðu til að skoða hvernig unnið er úr erfiðum starfsmannamálum innan stofnunarinnar. Mikilvægt er að tryggja við úrvinnslu erfiðra mála, t.d. þegar samskiptaörðugleikar koma upp eða aðfinnslur eru gerðar við störf tiltekinna starfsmanna, að unnið sé eftir skýrum verklagsreglum og réttindi starfsfólks tryggð.“

 

Lítið gert með niðurstöðurnar

Um ár er síðan skýrslan var kynnt fyrir samgönguráðuneytinu, en ekkert framhald hefur orðið á störfum starfshópsins og samkvæmt Morgunblaðinu verður ekki séð að nokkuð hafi verið gert með skýrsluna í ráðuneytinu.

„Mér þykir það miður að ekki hafi orðið framhald á. Það var lögð mikil vinna, tími og fyrirhöfn í þetta verkefni og markmiðið var að bæta starfsemi, starfshætti og þjónustu Samgöngustofu. Ég held að það hafi verið full þörf á að ljúka þessari vinnu. Starfshópurinn fékk á sinn fund tugi gesta, ég myndi giska á að þetta hafi verið um 80 manns. Á grundvelli viðtalanna og gagna skrifuðum við þessa skýrslu með fjölmörgum tillögum og ábendingum. Við gerðum til að mynda athugasemdir við ýmislegt í innri starfsemi og stjórnun Samgöngustofu og öll þessi atriði voru tilgreind og rökstudd nokkuð ítarlega. Í kjölfar þessa þá hefur ráðuneytið ekki óskað eftir því að starfshópurinn leggi af mörkum frekari vinnu og þar við situr,“

segir Sigurður Kári við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“