fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Minnst 784 börn undir fátæktarmörkum búa í Reykjavík – Flest í Breiðholti

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 24. september 2018 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur, oddvita Flokks fólksins í Reykjavík, um fjölda barna í Reykjavík sem búa undir fátæktarmörkum, kemur fram að alls 489 börn fengu fjárhagsaðstoð til framfærslu, á tímabilinu janúar-maí 2018. Það eru 2% allra barna undir 17 ára aldri.

Þau börn sem þiggja einhverskonar fjárhagsaðstoð frá borginni, að meðtöldum þeim sem eru á framfærslu, eru alls 784, eða 2,9% af öllum börnum yngri en 17 ára.

Þegar horft er til skiptingar eftir hverfum, má sjá að flest börn þeirra foreldra sem eru á framfærslu borgarinnar, búa í Breiðholti, eða 153.

Alls eru 218 börn í Breiðholti hvers foreldrar þiggja fjárhagsaðstoð.

Viðmiðin

Þeir sem rétt eiga á fjárhagsaðstoð eru þeir sem hafa tekjur og eignir undir vissum viðmiðunarmörkum. Fjárhagsaðstoð til framfærslu getur verið allt að 189,875 krónur á mánuði og 284,813 krónur til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög, og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Þá er einnig heimilt að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð/greiðslu, vegna leikskólagjalda, tómstunda barna, námskostnað og fleira vegna sérstakra aðstæðna.

Viðmið velferðarráðuneytisins fyrir foreldri með eitt barn í leikskóla eru um 302 þúsund krónur á mánuði, utan húsnæðiskostnaðar. Fyrir einstætt foreldri með tvö börn, eitt í leikskóla og hitt í grunnskóla, er um 382 þúsund á mánuði, án húsnæðiskostnaðar. Reikna má með 100 þúsund krónum til viðbótar að lágmarki, að teknu tilliti til húsnæðisbóta.

 

Börnin vafalaust fleiri

Í svari velferðarsviðs segir að með tilliti til þessara viðmiða megi leiða líkur að því að fleiri reykvísk börn en þeirra foreldra sem þiggja fjárhagsaðstoð borgarinnar, séu undir fátæktarviðmiðum, með vísun í skýrslu UNICEF frá 2016. Þar segir að 9,1 prósent íslenskra barna hafi liðið skort árið 2014.

Velferðarráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa ráðist í rannsóknir á umfangi og eðli fátæktar barnafjölskylda á Íslandi, ásamt Hagstofu Ísland. Niðurstaðna er að vænta um áramótin.

Þá hefur velferðarsvið Reykjavíkurborgar óskað eftir samvinnu við Rannsóknarsetur í barna og fjölskylduvernd og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands um eigindlega rannsókn á reynslu af fátækt meðal barna þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð borgarinnar. Þær niðurstöður verða kynntar í haust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“