fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Keflavíkurflugvöllur á meðal þeirra verstu í heimi – „Þetta er hrein martröð“

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 24. september 2018 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaþjónustuvefurinn AirHelp birti fyrr í sumar úttekt á könnun yfir bestu og verstu flugvelli heims fyrir árið 2018 og trónir Keflavíkurflugvöllur þar í sautjánda sæti seinni flokknum. Í könnuninni er hver flugvöllur metinn út frá stundvísi flugáætlana, almennum rekstri, þjónustu starfsfólks og umsögnum almennings á samfélagsmiðlum.

„Fólk segir að flugvöllurinn sé snyrtilegur og nútímalegur, en hann sé fulllítill til þess að þjóna þeim fjölda farþega sem á leið þarna í gegn,“ segir meðal annars í umsögn sem birt var á vefnum Far and Wide þar sem vísað er í könnunina og var ekki skortur á kvörtunum í garð Leifsstöðvar á veraldarvefnum.

„Þetta er hrein martröð. Uppbygging og skipulag nær ekki með neinu móti að halda í við streymi ferðamanna,“ segir í annarri umsögn. „Starfsfólkið reynir að halda utan um allt en fólksfjöldinn er alveg yfirþyrmandi.“

Í samantektinni standa gæði þjónustunnar yfir meðallagi með 7,0 í einkunn, en ánægja viðskiptavina dregur meðaleinkunnina niður, með 4,7 í einkunn. Meðaleinkunn Keflavíkurflugvallar er 6,61 af 10.

Þess má geta að sumarið 2016 var Keflavíkurflugvöllur talinn besti flugvöllur Evrópu með færri farþega en fimm millj­ón­ir. Verðlaun­in voru veitt af alþjóðasam­tök­um flug­valla í Evr­ópu (ACI Europe) þar sem meðal annars er metin upp­bygg­ing á mann­virkj­um, um­gjörð versl­un­ar- og veit­inga­svæða, ör­ygg­is­leit, sam­fé­lags- og um­hverf­is­mál, rekst­ur flug­brauta, flug­um­ferðar­stjórn og fjöldi áfangastaða sem í boði eru.

Í botnsæti listans í könnun AirHelp er flugvöllurinn í Kúveit, en hann er talinn vera sá allra versti, með 5,40 í meðaleinkunn samkvæmt könnuninni. Flugvellinum er blótað í hvívetna í umsögnum farþega vegna ófaglegrar framkomu starfsfólks, reglulegra seinkana og ósnyrtilegs umhverfis.

Flugvellirnir í könnuninni eru 141 talsins en alþjóðlegir flugvellir á heimsvísu eru í kringum 1300 talsins. Á listanum yfir bestu flugvellina stóð alþjóðlegi flugvöllurinn Hamad í Katar uppi sem sigurvegari samkvæmt mælingunum.

Heildarlistann má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“