fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Brátt er hætt við að öll útibú loki

Egill Helgason
Mánudaginn 24. september 2018 22:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forstjóri VÍS segir að lokanir á útibúum fyrirtækisins út um land séu svar við kalli viðskiptavina.

Þetta er auðvitað bull.

Viðskiptavinir kalla ekki eftir því að skrifstofum sé lokað og fólk missi vinnuna. En það er hins vegar staðreynd að viðskipti af þessu tagi eru að miklu leyti komin á internetið. Þörfin fyrir að hafa opnar skrifstofur og útibú með starfsmönnum sem eru á staðnum, af holdi og blóði, hefur minnkað mikið. En lokununum er mótmælt víða um land, og bæði af sveitarstjórnarmönnum og þingmönnum. En VÍS ætlar ekki að gefa sig.

 

Einu sinni var gríðarlegur fjöldi bankaútibúa í miðbænum í Reykjavík. Ég er ekki lengi að telja upp í tólf sem er í mínu minni. Nú er aðeins eitt eftir – Landsbankinn gamli í Austustræti. Sum voru flutt undir því yfirskyni að þjónustan myndi batna.

Eftir fáa áratugi gæti þetta gengið lengra. Þá verða engin útibú og engir starfsmenn heldur. Verkin verða unnin með gervigreind, því sem er skammstafað AI á ensku. Talið er líklegt að störf í bönkum verði fljótt gervigreindinni að bráð. Það er til dæmis mun þægilegra að láta tölvu gera lánshæfismat en lifandi starfsmann. Eins verður líklega með tryggingafélögin.

Það er líka sagt að endurskoðendur muni hverfa, tölvur geta nokkuð auðveldlega leyst þá af hólmi, og hið sama er að segja um lögfræðinga. Flestir sem fjalla um gervigreind telja að þeir verði óþarfir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“