fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Varaþingmaður Pírata segir flugelda á útleið – Sérfræðingar vilja bann – „Er það vel og nauðsynlegt“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 23. september 2018 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er klárt mál að flugeldar eru á leiðinni út á Íslandi. Og er það vel og nauðsynlegt fyrir umhverfið, loftslagið og jafnvel jarðveginn. – Þó viðurkenni ég að ég mun koma til með að sakna séríslensku sprengiáramótanna.“

Þetta segir Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata en hún er einnig varaformaður flokksins. Sara sat síðast á þingi núna í september. Sara tjáði sig á Facebook-síðu sinni og hafa skapast fjörugar umræður í kjölfarið þar sem sitt sýnist hverjum. Sara hefur þó áhyggjur af hvernig sé best að fjármagna björgunarsveitirnar þegar flugeldabannið verður sett á en Sara metur það svo að slíkt bann verði sett á á næstu árum. Sara er á svipuðum slóðum og Hrund Andradóttir og Þröstur Þorsteinsson, prófessorar við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands sem tjáðu sig við RÚV í gær en þau telja heppilegast að banna almenna notkun flugelda, í staðinn gætu sveitarfélögin haldið sérstakar flugeldasýningar. Í frétt RÚV segir:

„Þau lýsa sprengigleði Íslendinga um áramót sem grafalvarlegum, fyrirsjáanlegum mengunaratburði, stundargleði, sem sé orðin hluti af ímynd þjóðarinnar, en hafi í för með sér mikinn fórnarkostnað.“

Þá telur Hjörtur að vegna svifryksmengunar geti fólk lent í lífshættu:

„Þessi stóri toppur getur valdið skammtímaáhrifum, fólk sem er viðkvæmt fyrir, þetta getur valdið því að það fær heilablóðfall, hjartaflökt, jafnvel hjartastopp.“

Umræðurnar hafa verið eins og áður segir fjörugar og margir tekið til máls á Facebook-vegg Söru. Svala Jónsdóttir spyr: „Eitt kvöld af flugeldum er ekkert sérstaklega mengandi í stóra samhenginu. Held að það væri nær að þingmenn beittu sér fyrir einhverju mikilvægara en flugeldabanni.“

Sara svarar á móti að hún einbeiti sér að mörgu öðru en slíku banni en hafi gaman að flugeldum og innlegg hennar hafi snúist um fjármögnun björgunarsveita.

Sara telur að þetta mætti jafnvel leysa með því að setja björgunarsveitir á fjárlög.

„Og hins vegar hvað varðar hefðir, getum við ekki skapað nýja, ferska og umhverfisvæna séríslenska hefð í leiðinni til þess að fagna áramótunum? Og best af öllu, eitthvað sem gæti gagnast í söfnun fyrir björgunarsveitirnar?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“