fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Þetta er ódýrasti þingflokkurinn

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 23. september 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur á þingi eru dýrari en karlar. Þetta má sjá á útgefnum tölum um laun og aðrar kostnaðargreiðslur til alþingismanna fyrir fyrstu sjö mánuði ársins. Mikil umræða hefur verið um laun þingmanna og annarra embættismanna að undanförnu enda hafa þeir fengið ríflegri hækkanir en flestir aðrir launþegar og hefur það valdið töluverðri ólgu á vinnumarkaði.

DV rýndi í tölurnar til að sjá hverjir væru dýrustu og ódýrustu þingmennirnir, dýrustu og ódýrustu flokkarnir, muninn á stjórn og stjórnarandstöðu, pólitískum skoðunum og kynjunum.

Þetta er brot úr ítarlegri úttekt DV sem birtist í helgarblaðinu.

Ódýrasti þingflokkurinn

  1. Píratar – 9.004.795 kr. að meðaltali
  2. Viðreisn – 9.690.662 kr.
  3. Flokkur fólksins – 10.169.925 kr.
  4. Miðflokkurinn – 10.732.059 kr.

Píratar eru langódýrustu þingmennirnir. Helsta ástæðan fyrir því er sú að flestir þeirra koma frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig eru þeir formannslausir og enginn þeirra fær því sérstakt formannsálag í stjórnarandstöðu. Píratar eiga tvo ódýrustu þingmennina, þá Helga Hrafn Gunnarsson og Björn Leví Gunnarsson.

Viðreisn er með lægstan heildarkostnað þingflokka, aðeins tæplega 39 milljónir. Þau eru aðeins fjögur talsins. Eftir kosningarnar árið 2017 missti flokkurinn alla landsbyggðarþingmenn sína en hélt stöðu sinni ágætlega á höfuðborgarsvæðinu. Formaðurinn, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hífir meðaltalið hins vegar þónokkuð upp.

Flokkur fólksins er einnig aðeins fjögurra þingmanna flokkur en þingmennirnir dreifast nokkuð jafn yfir heildarlistann. Formaðurinn, Inga Sæland, er í dýrari kantinum en Guðmundur Ingi Kristinsson er með þeim ódýrustu. Miðflokkurinn er merkilega lágur þrátt fyrir sterka stöðu á landsbyggðinni og eru allir þingmenn flokksins á svipuðum slóðum á listanum fyrir utan formanninn, Sigmund Davíð Gunnlaugsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“