fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

„Stundum vinn ég svo mikið að skatturinn tekur meira en það sem ég fæ útborgað“ – Gæti þurft að flytja í tjald

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 23. september 2018 16:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kem frá pólskum smábæ stutt frá rússnesku landamærunum, og flutti í Hólminn árið 1995 og réði mig í fisk. Í frystihúsi lærir engin íslensku þú ert bara eins og vél, ég var með útvarp á hausnum og stillti alltaf á tónlist, íslenskunámskeið voru ekki í boði, hvorki hjá vinnustaðnum né verkalýðsfélaginu. Eftir þrjú ár í fiski flutti ég mig yfir á dvalarheimilið í Stykkishólmi þar sem ég vann með yndislegu fólki sem kenndi mér margt og ég lærði loksins íslensku.”

Þetta segir Lucyna Dybka sem talar um reynslu sína að flytja til Íslands og starfa hér á landi. Hún hefur starfað í frystihúsi líkt og hún lýsir hér að ofan en undanfarið hefur hún unnið við umönnun á Landakoti. Ber hún staðnum vel söguna og elskar samstarfsfólk sitt. Hún hins vegar eins og svo margir Íslendingar getur ekki haft í sig og á nema að keyra sig út í vinnu. Hún fær um 280 þúsund útborgað og þá á eftir að greiða fyrir húsnæði og mat og kaupa bensín á bílinn sem er orðinn 20 ára gamall. Er hún í sömu sporum og ótal Íslendingar og er saga hennar birti á síðunni Fólkið í eflingu en sögur fólksins þar hafa vakið mikla athygli. Saga Lucyna Dybka er svohljóðandi:

Eftir 11 ár fyrir vestan flutti ég til Reykjavíkur og réð mig á Droplaugarstaði. Til að byrja með leið mér vel þar en eftir kreppu urðu miklar breytingar. Borgin dró saman, vaktirnar urðu styttri, svokallaðar stubbavaktir, hvorki kaffitími né rými til að tylla sér og anda, og þar af leiðandi verr hugsað um gamla fólkið. Við vorum til dæmis tvær með sitthvora deildina, og sú þriðja að hlaupa á milli en ég var ein með átta veika einstaklinga að annast þá á harðahlaupum, gefa lyf og allt sem þarf. Þetta voru mismunandi veikir einstaklingar sem þurftu mismunandi athygli, einn sem æpti látlaust og þurfti sérstaka aðhlynningu.

Á Droplaugarstöðum var gott starfsfólk en að sama skapi var minn yfirmaður ekki góður og ég var lengi að taka ákvörðun um að segja upp. Stundum var svo undirmanna að ég var að vinna fyrir þrjá og ævinlega á tvöföldum vöktum. Ég veit að ég er dugleg, og mér þykir vænt um starfið mitt, en ég vil líka virðingu frá þeim sem ég vinn fyrir. Eitt sinn fór ég heim með lungnabólgu en yfirmaðurinn hringdi daginn eftir og spurði hvort að ég ætlaði ekki að mæta í vinnu. Ég var sjaldan veik og mér var fannst það einskis metið.

Yfirmaðurinn réð því alfarið hvenær ég tæki mitt orlof. Mínar þarfir og fjölskyldu minnar skiptu litlu máli. Ég gat ekki skipulagt mín frí og þar með gat fjölskyldan mín sem ég vildi heimsækja ekki heldur skipulagt sín frí, það fór allt eftir forgangsröðun yfirmannsins. Ég fékk frí fyrstu og einu jólin sem ég vann þarna og einu sinni til þess að fara í jarðarför, annars fór ég bara í orlof þegar það hentaði yfirmanninum. Á jólunum voru bara útlendingar á vakt á Droplaugarstöðum, meðan Íslendingarnir fóru í frí, en útlenda starfsfólkið á líka fjölskyldur og heldur líka jól. Við skildum ekki vel, ég og yfirmaðurinn, hún sagði að ég væri frekja og ég sagði henni að hún væri með steinhjarta. Hún bauð mér að fara strax, en ég vildi ekki leyfa henni að hafa af mér uppsagnarfrestinn og vann hann út og hætti.

Ég er enn þá í umönnun en flutti mig um stofnun, og Landakot er góður vinnustaður, hérna vinn ég með dásamlegu fólki eins og ég hef reyndar ávallt gert. Ég fæ um það bil 280 þúsund þegar allt hefur verið tekið af fastakaupinu mínu en ég get ekki lifað á því og tek allar aukavaktir sem ég get til þess að borga leigu og reka 20 ára gamlan bíl, kaupa bensín og aðrar nauðþurftir. Samt hef ég bara mig að hugsa um en auðvitað hjálpa ég mínu fólki þegar ég get, dótturdóttur minni og foreldrum hennar.

Stundum vinn ég svo mikið að skatturinn tekur meira en það sem ég fæ útborgað. Ef ég tek fjórar aukavaktir þá fæ ég borgað eitthvað aðeins meira, en ef ég vinn 10 aukavaktir þá tekur skatturinn fimm vaktir af mér í skatt, eða 400 þúsund krónur. En ég er alltaf að vinna, að reyna ná nokkrum krónum í viðbót, mig langar að spara og kaupa mér litla íbúð ef skatturinn drepur mig ekki.

Þrátt fyrir að ég sé oftast að vinna þá hef ég komið mér upp tómstund sem ég sinni ágætlega sem eru skartgripasmíðar. Þetta er mjög fínleg vinna og ég hef náð ágætis tökum á efninu og hef smíðað kynstrin öll af hálsmenum, hringjum og silfurkúlum og öðrum hlutum sem mig langar kannski að selja en eins og er þá fær dóttir mín kannski dáldið mikið af þessum gripum frá mér. Undanfarin ár hef ég fylgt vini mínum upp á Höfða þar sem hann leiðbeinir eldri borgurum að smíða skartgripi úr málmum. Sumir þarna eru algjörir völundarsmiðir eins og ein 86 ára gömul kona sem hefur smíðað allt víraverkið sem tilheyrir íslenska þjóðbúningnum með eigin höndum. Hún er dásamleg og silfurverkið eftir hana er ótrúlega fallegt.

Ástandið hefur stórversnað eftir 2006, það sést á matarinnkaupunum, en í dag nægir ekki að fara með 10 þúsund út í búð að kaupa í matinn, en það versta hérna er húsnæðismarkaðurinn, ég leigi íbúð í Kópavogi með vini mínum af því að ég get ekki borgað ein 200 þúsund og það er ódýrt af því við leigjum af frænda hans. Ég þurfti að selja mína íbúð og var að flytja í þriðja sinn og ef þetta heldur svona áfram þá fer ég í tjald. Ég gæti keypt mér grænlandstjald og svefnpoka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“