fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Þakíbúð á 456 milljónir – en ólíklegt að húsin veki hrifningu

Egill Helgason
Laugardaginn 22. september 2018 12:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er Hafnartorgið óðum að rísa. Íbúðir þar eru auglýstar í gríð og erg á netinu. Það er sagt að salan gangi framar öllum vonum. Búið að selja sex íbúðir. Verð á fermetrann kvað vera 700 þúsund til 1 milljón króna. Það þýðir að 100 fermetra íbúð getur kostað 100 milljónir.  Svo les maður að  á sjöttu  hæð sé íbúð sem kostar 256,8 millj­ón­ir. Hægt er að sam­eina hana ann­arri ­þak­íbúð sem kostar um 200 millj­ónir. Saman kosta þær þá 456 millj­ón­ir.

Þetta er hærra verð en áður hefur þekkst í fjölbýlishúsum á Íslandi. Og tæplega eru mörg einbýlishúsin hér sem hægt væri að selja á hátt í hálfan milljarð.

Maður verður var við að mörgum bregður í brún vegna þess hvað Hafnartorgið er stórt og hvað það er mikið út úr kú við nærumhverfi sitt. Að auki eru að rísa stórhýsi við Austurhöfnina, Marriott hótel við hlið Hörpu og loks nýbygging Landabankans.

Einn helsti gallinn á þessum framkvæmdum, og það á við um fleiri nýlegar byggingar á þessum mikla framkvæmda- og umsvifatíma í borginni, er hversu lítið samráð hefur verið haft við borgarana. Þeir hafa minnst fengið að vita hvað er á seyði. Hlutirnir hreyfast á hraða fjármagnsins, eftir kröfum þess, en fagurfræði og samræmi dragnast langt á eftir.

Ég birti hér grein sem hinn virti arkitekt Björn Ólafs skrifaði fyrir tveimur og hálfu ári. Borgarfulltrúinn Hjálmar Sveinsson, sem hefur oft lýst aðdáun sinni á Birni, hefur verið einn helsti áhrifamaðurinn á þessum mikla uppbyggingartíma. Á sínum tíma, þegar Hjálmar starfaði á fjölmiðlum, hafði hann gríðarlegar áhyggjur af Höfðaturninum. Nú hefur stórhýsunum þar í kring aldeilis fjölgað. Hjálmar situr nú í skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Samt finnst manni eins og hann hafi ekki hlustað almennilega á ráðleggingar Björns eins og þær birtast í þessari grein.

Þetta virðist reyndar eiga við um fleiri. Ég hlustaði á útvarpsviðtal við ungan arkitekt um daginn. Þar mátti greina talsverð kynslóðaskipti. Arkitektinn talaði um áhersluna á verndun gamalla húsa sem „nostalgíu“ – það hefur verið þýtt sem þátíðarþrá. Svo kom tal um að gömul hús svöruðu ekki kröfum nútímans, nýbyggingar byðu upp á tækni sem hentaði miklu betur. Reyndar kom líka fram í viðtalinu að arkitektinn býr sjálfur í bárujárnshúsi.

Kynslóðin sem barðist fyrir verndun gamalla húsa og byggðar er nú að hníga til viðar. Er hugsanlegt að við séum aftur að komast á tíma þegar harður módernismi tekur aftur völdin  – af þróun bygginga og skipulagsmála á Íslandi mætti ætla það. Sumt á Hafnartorgi er reyndar sýnist manni í anda þeirrar stefnu sem hefur verið nefnd brútalismi og var landlæg 1970 til 1980.

Aftur að grein Björns. Hann skrifaði 10. febrúar 2016.

Byggingar sem nú eru sýndar í fjölmiðlum og eiga að standa við norður-suður öxul Miðbæjarins, vestan megin lækjar, hafa hvorki þennan persónuleika, svipmót né fínlegt aðlögunargildi. Að mínu áliti er mjög ólíklegt að þær veki hrifningu. Hver veit? Kannski munu þær svara þörfum og allir verða ánægðir. En ef til vill vantar hér metnað og vilja til gera Kvosina að fögru umhverfi.

Björn ræðir um hversu viðkvæmt er að byggja í Kvosinni í Reykjavík, á þessum litla bletti sem borgarbúum þykir þrátt fyrir allt afar vænt um. Hannsegir að austanmegin Lækjargötu séu falleg gömul hús og svo styttan af Ingólfi, sem syngi „hvert með sínu nefi en saman í bráðfallegum kór“. Byggingar vestanmegin götunnar séu hins vegar ekki eins vel heppnaðar, þar muni nú rísa 5 til 6 hæða hús.

Í „aðalatriðum“ er ekkert við þetta að athuga. Um er að ræða lóðir sem betra er að byggja á en standi auðar. En aðalatriði sem ekki er ákveðið í deiliskipulagi er hvernig þessi hús líti út og hvernig þau gætu myndað fallega heildarmynd með byggðinni hinum megin við götuna. Það er kallað byggðarmynstur á lélegri íslensku, en er yfirleitt ekki hluti af skilmálum deiliskipulaga í Reykjavík, því miður.

Björn víkur líka að því í greininni hversu illa sé að því staðið að kynna þessa byggð fyrir borgarbúum. Björn segir einnig að auðvelt ætti að vera að sýna með þrívíddarmyndum hvernig þessi hús falla að umhverfi sínu. Það sé hins vegar ekki gert.

Myndefni sem ég hef séð birt sýnir það ekki. Eðlilegt er að jafn mikilvægt borgarlandslag sé sýnt almenningi í sjónvarpi en ekki aðeins í illlæsilegum smámyndum í skrifstofuhúsi í Borgartúni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“