fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Tálmunarfrumvarp lagt fram að nýju: Fimm ára fangelsi fyrir að tálma umgengni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 22. september 2018 09:13

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið umdeilda tálmunarfrumvarp sem lagt var fram á vorþingi 2017 en hlaut þá ekki afgreiðslu hefur nú verið lagt fram að nýju. Er um að ræða frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum. Ný málsgrein bætist við lögin, svohljóðandi:

„Tálmi foreldri hinu foreldrinu eða öðrum sem eiga umgengnisrétt samkvæmt úrskurði, dómi, dómsátt foreldra eða samningi þeirra staðfestum af sýslumanni að neyta umgengnisréttar, eða takmarki hann, varðar það sektum eða fangelsi allt að fimm árum. Brot gegn ákvæði þessu sætir aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru barnaverndar til lögreglu.“

Frumvarpið er lítið eitt breytt frá því það var lagt fram í fyrra, eða eins og segir í greinargerð:

„Í fyrsta lagi er lagt til að samræma refsiramma vegna brota gegn 98. gr. barnaverndarlaga, nr. 80/2002, í öðru lagi er gildissvið frumvarpsins um tálmun víkkað þannig að ákvæðið er ekki lengur einskorðað við þær aðstæður þegar lögheimilisforeldri tálmar eða takmarkar umgengni heldur nær það jafnframt yfir tálmun eða takmörkun á umgengni af hálfu umgengnisforeldris, í þriðja lagi getur refsing varðað sektum eða fangelsi allt að fimm árum og að lokum verður kæruheimild hjá barnavernd. Þessar breytingar eru til þess að mæta gagnrýni á frumvarpið þegar það var fyrst lagt fram.“

Frumvarpið vakti töluverða athygli í fyrra og var deilt á það. Var því haldið fram að þessu væri beint gegn mæðrum sem væru að vernda börn sín gegn ofbeldisfullum feðrum. Aðrir benda á að tálmun sem vopn gegn fyrrverandi maka, oft fyllilega hæfu foreldri, sé útbreitt vandamál.

Í greinargerð með frumvarpinu er bent á að samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi börn rétt á að þekkja og umgangast báða foreldra sína. Þá segir: „Í 46. gr. barnalaga er sérstaklega tekið fram að barn eigi rétt á að umgangast með reglubundnum hætti það foreldra sinna sem það býr ekki hjá og þegar foreldrar búa ekki saman hvílir sú skylda á báðum að grípa til þeirra ráðstafana sem við verði komið til að tryggja að þessi réttur sé virtur. Jafnframt er tekið fram að foreldri sem barn býr ekki hjá á í senn rétt og ber skylda til að rækja umgengni við barn sitt. Enn fremur kemur fram að foreldri sem barn býr hjá sé skylt að stuðla að því að barn njóti umgengni við hitt foreldrið nema hún sé andstæð hag og þörfum barnsins að mati dómara eða lögmælts stjórnvalds. Með umgengni er átt við samveru og önnur samskipti.“

Bent er á í greinargerðinni að það sé andleg vanræksla að svipta barn rétti til að umgangast báða foreldra sína. Þá segir enn fremur:

„Til að reyna að tryggja að barn fari ekki á mis við þá umgengni sem gagnast barninu best og undirstrika að tálmun og takmörkun á umgengni er brýnt brot á forsjárskyldum foreldris er lagt til að brot af þessu tagi varði sektum eða allt að fimm ára fangelsi. Það er í samræmi við brot á 98. gr. barnaverndarlaga um hvers konar ofbeldi gagnvart börnum, m.a. vanrækslu, en í frumvarpi þessu er enn fremur lagt til að þau brot geti einnig varðað sektum. Þá er enn fremur lagt til að brot gegn 98. gr. laganna sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru barnaverndaryfirvalda sem hafi metið aðstæður í slíkum málum þar sem fyrir liggur úrskurður, dómur, dómsátt eða samningur aðila um umgengni og telja önnur úrræði ekki duga.“

Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Brynjar Níelsson en aðrir eru Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Gunnarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason, Páll Magnússon.

Sjá nánar hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“