fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019
Eyjan

Hver skoðar 250 kassa Ólafs Ragnars?

Egill Helgason
Laugardaginn 22. september 2018 20:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Ragnar Grímsson var í ágætu viðtali í nýjum spjallþætti Loga Bergmann. Meðal þess sem kom fram í þættinum var að Ólafur hefði afhent Þjóðskjalasafni 250 kassa með skjölum sínum, minnisbókum og dagbókum.

Það verður talsvert verk að fara í gegnum þetta. En það er reyndar sérstakt að hæfasti maðurinn til að gera það situr nú á Bessastöðum. Það er Guðni Th. Jóhannesson sem hefur skrifað mikið um fyrri forseta, verk þeirra og stöðu í stjórnkerfinu.

En Guðni fer varla að skrifa um forvera sinn í embætti – nú heldur hann væntanlega sínar eigin dag- og minnisbækur.

Það eru nokkuð aðrir tímar á Bessastöðum en voru í tíð Ólafs. Guðni er hógværari maður og alþýðlegur og ekki jafn háður hinum pólitíska leik. Hann hefur sagt ýmislegt sem er pólitískt, meðal annars þegar hann spurði við setningu þings um daginn til hvers fullveldi væri ef fólki liði illa?

Ólafi Ragnari liggur mjög þungt orð til Evrópuríkja. Hann hafði reyndar aldrei mikinn áhuga á þeim sjálfur. Kannski vegna þess að í löndum eins og Kína og Rússlandi var tekið betur á móti honum? Þar var honum sýndur meiri „sómi“.

Í Evrópu úir og grúir af táknrænum forsetum, kóngum og drottningum  sem standa utan hins pólitíska sviðs og er ekki mikið hlustað á. Þannig forseti vildi Ólafur ekki vera – sérstaklega ekki þegar líða tók á valdatíð hans.

En það vekur athygli, fyrst Ólafur nefndi Kína svo mjög í viðtalinu við Loga, að ásókn Kínverja hingað virðist hafa minnkað talsvert á síðustu árum. Ólafur var alltaf fús að greiða götu þeirra. En Huang Nubo fékk ekki að kaupa Grímsstaði og norðurljósarannsóknarstöðin á Kárhóli virðist vera í hægagangi.  Guðni Th., sem hefur mikið talað um mannréttindi síðan hann varð forseti, hefur ekki enn farið til Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð

Allir tapa – ákvörðun sem hlýtur að verða endurskoðuð
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst

Vilhjálmur er blindur og var hætt kominn vegna skiltis á Laugavegi – Reykjavíkurborg bauð honum að senda tölvupóst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart

Sjáðu stærð Íslands í hlutfalli við önnur lönd og eyjar – Sannleikurinn gæti komið á óvart
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“

Björn Bjarnason svarar Sólveigu Önnu: „Já, þetta er „ótrúlega klikkað“